Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 40

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 40
40 F J Á R M Á L samanburði sömu fyrirtækja við mat aukningar skulda frá fyrra ári Samkvæmt þeim er talið að skuldir greinarinnar hafi nokkuð minnkað á milli áranna 2001 og 2002 og hafi í lok ársins 2002 verið um 192 milljarðar kóna sem er ámóta og nú um mitt ár þegar tekið er mið af aukningu skulda við meginhluta lánakerfis. Enn hefir ekki tekist með vissu að ákvarða að hversu miklu leyti skuldir utan meginhluta lánakerf- is eru vegna innbyrðis viðskipta fyrirtækja í sjávarútvegi og að hversu miklu leyti þær eru við fyrirtæki utan greinarinnar. Slíkt verður ekki ljóst nema með grein- ingu í samvinnu við fyrirtækin sjálf því bókhald þeirra og við- skiptamannareikningar ættu að leiða slíkt í ljós. Hvort slíkar upplýsingar hafi þýðingu fer eftir því hvort líta beri á sjávarútveg- inn í heild en ekki einstök fyrir- tæki. Við samruna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum hvert við annað sléttast efnahagsreikningar út og skuldir vegna innbyrðis viðskipta þeirra hverfa. Talið er að um sjö tíundu skulda sjávarútvegs séu af erlend- um uppruna en afgangurinn inn- lendar. Lánakerfið ætti að spanna allan erlenda hluta skuldanna þannig að þær skuldir sem eru utan lánakerfisins eru einvörð- ungu við innlenda aðila í íslensk- um krónum. Þó er ekki loku fyrir það skotið að einhver hluti þeirra gæti verið gengisbundinn. Af gengisbundnum skuldum sjávarútvegsfyrirtækja er um fjórðungur í dölum og annar fjórðungur í evrum. Um sjötti hluti er í breskum pundum, ámóta í svissneskum frönkum en afgangurinn einn sjötti í öðrum myntum. Eiginfjárstaða sjávarútvegsfyrir- tækja virðist í fljótu bragði sterk. Þrátt fyrir að skuldir séu metnar á um 200 milljarða króna er álitið að eignir séu um 300 milljarðar króna, þannig að hreint eigið fé sé um 100 milljarðar, gróft reiknað. Hversu mikið af eigin fé er bók- færðar aflaheimildir liggur ekki ljóst fyrir, en þar sem töluverð viðskipti hafa átt sér stað með aflaheimildir mætti leiða líkum að því að bókfærðar aflaheimildir slagi upp í eigið fé sjávarútvegs. Sakir þess að varanlegar veiði- heimildir í þorski eru metnar á annað þúsund króna þarf ein- göngu um hundrað þúsund tonna þorskvóta á núverandi verðlagi til að bókfært mat hans verði um hundrað milljarðar króna. Líklegt er þó að aflaheimildir séu bók- færðar á innkaupsverði frekar en á markaðsvirði. Sá möguleiki er þó fyrir hendi, ef ástæður þykja til, að fyrirtæki selji aflaheimildir sín á milli til að koma sem stærstum hluta heimilda á markaðsvirði. Um mitt yfirstandandi ár var talið að skuldir útvegs væru um 190 milljarðar króna, þar af um Tafla 3 - Raunvextir lána fjárfestingarlánasjóða, bankakerfis og lánasjóða ríkis ásamt vöxtum endurlánaðs erlends lánsfjár og beinna erlendra lántaka sjávarútvegs í milljónum króna. Miðað er við lántökumyntir 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 Gengistryggðir 2.065 1.787 2.364 2.784 3.241 3.250 3.402 3.837 5.082 5.860 6.447 7.162 6.408 4.238 Verðtryggðir 1.106 1.350 1.354 1.205 1.047 1.202 1.323 1.340 1.311 1.383 1.470 1.477 1.337 1.032 Aðrir innlendir 422 481 583 648 553 588 770 1.061 1.151 879 1.251 1.188 1.384 862 Alls 3.593 3.618 4.301 4.637 4.841 5.040 5.495 6.238 7.543 8.123 9.168 9.826 9.129 6.132 Hlutfallsskipting 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 Gengistryggðir 57,5% 49,4% 55,0% 60,0% 66,9% 64,5% 61,9% 61,5% 67,4% 72,1% 70,3% 72,9% 70,2% 69,1% Verðtryggðir 30,8% 37,3% 31,5% 26,0% 21,6% 23,8% 24,1% 21,5% 17,4% 17,0% 16,0% 15,0% 14,6% 16,8% Aðrir innlendir 11,8% 13,3% 13,6% 14,0% 11,4% 11,7% 14,0% 17,0% 15,3% 10,8% 13,6% 12,1% 15,2% 14,1% Alls 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% Raunvextir % 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 Gengistryggðir 4,1% 3,7% 4,5% 4,6% 5,1% 5,2% 5,3% 5,3% 5,8% 5,8% 5,5% 5,4% 4,9% 3,5% Verðtryggðir 7,6% 8,2% 8,1% 7,9% 7,2% 7,7% 7,8% 8,0% 7,9% 7,9% 8,3% 9,0% 9,0% 9,0% Aðrir innlendir 11,9% 12,2% 12,9% 13,5% 11,8% 11,9% 12,3% 13,3% 13,9% 11,2% 15,9% 13,0% 15,4% 11,1% Alls 5,2% 5,2% 5,8% 5,8% 5,9% 6,1% 6,2% 6,4% 6,7% 6,4% 6,4% 6,2% 5,9% 4,4% Viðskiptakjaravísitala sjávarafurða árin 1984 til 2003 80,0 85,0 90,0 95,0 100,0 105,0 110,0 115,0 120,0 125,0 84 ;1 84 ;4 85 ;3 86 ;2 87 ;1 87 ;4 88 ;3 89 ;2 90 ;1 90 ;4 91 ;3 92 ;2 93 ;1 93 ;4 94 ;3 95 ;2 96 ;1 96 ;4 97 ;3 98 ;1 99 ;1 99 ;4 00 ;3 01 ;2 02 ;1 02 ;4 03 ;3 04 ;2 Ársfjórðungur V ís it al a Ársfjórðungur Mynd 3 - Viðskiptavísitala sjávarafurða árin 1984 til 2003 Vísitala

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.