Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 34

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 34
34 R A N N S Ó K N I R Heildarmarkaður fyrir beitu á Ís- landi er tæpur milljarður króna á ári. Stór hluti þeirrar beitu sem flutt er inn til landsins er smokk- fiskur og sandsíli. Íslenski fisk- veiðiflotinn notar u.þ.b. 450 milljón beitur og ef miðað er við að meðalbeita vegi um 20 g þá eru þetta um 10 þús. tonn af hrá- efni sem flutt eru inn til beitu- gerðar, fyrir utan mikinn afskurð sem nýtist ekki. Það er augljóst að ávinningurinn af því að nýta úrgang sem til fellur í fisk- og skelfiskvinnslu innanlands og eins ódýra uppsjávarfiska í beitu í stað þess að flytja inn dýra beitu er augljós. Þess má einnig geta að veiðar á smokkfiskinum Illus Argentinus, sem aðallega hefur verið veiddur við Falklandseyjar hafa gengið mjög illa að undan- förnu og hefur nánast orðið afla- brestur á þessu ári. Þessi tegund af smokkfiski er ein af vinsælustu beitum til línuveiða á Íslandi og er því ljóst að þörf er á nýjum möguleikum fyrir beitu. Þá hefur smokkfiskur og makríll verið nýttur í auknum mæli til mann- eldis á undanförnum árum. Þessi samkeppni hefur leitt til hækk- unar á verði beitu auk þess sem ljóst er að ekki er æskilegt að nota fisk í beitu sem nýtist til manneldis. Það er því nauðsyn- legt að rannsaka möguleika þess að nýta annað hráefni fyrir beitu. Rannsóknarverkefni um beitu styrkt af ESB og Rannís Verkefnið „Þróun á beitu til línu- veiða“ er CRAFT-verkefni sem styrkt var af Evrópusambandinu og er nýlokið. Í CRAFT-verkefn- um er lögð áhersla á að rann- sóknastofnanir og háskólar að- stoði meðalstór og lítil fyrirtæki við ákveðna rannsóknar- og þró- unarvinnu. Fyrirtækin eiga síðan einkarétt á að nýta sér niðurstöð- ur verkefnisins. Beituverkefnið var samstarfsverkefni Íslendinga, Spánverja og Portúgala en ís- lensku aðilarnir voru Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og Veiðar- færasalan Dímon ehf. í Reykja- vík. Meginmarkmið verkefnisins var að þróa beitu til línuveiða á þorski og ýsu, sem byggðist á að nýta bræðslufisk og afskurð og úrgang sem til fellur í fisk- og skelfiskvinnslu. Skilyrði sem framleidd beita þarf að hafa er að: • gefa betri eða sambærilegan árangur og hefðbundin beita • vera samkeppnishæf í verði • vera þægilegri og ódýrari í notkun • vera alltaf fáanleg • vera hönnuð með tilliti til vélvæðingar við beitningu • vera náttúruvæn • gefa möguleika á sérhæfðum línuveiðum m.t.t. tegunda og stærðar. Samhliða Evrópuverkefninu setti Rf ásamt Háskóla Íslands á fót verkefnið „Aðdráttarafl beitu“, sem fékk 2ja ára styrk frá Rannsóknarsjóði Íslands (Rannís), til að efla enn frekar þróunarvinn- una. Rannís styrkurinn stuðlaði að grunnrannsóknum varðandi efnasamsetningu niðurbrotsefna og frekari rannsóknum á ensím- virkni sem hvatarmyndun niður- brotsefna í beituhráefni. Ekki hef- ur áður, svo vitað sé, verið skoðað á þennan hátt eðli og orsakir út- streymis niðurbrotsefna frá beitu. Tækjabúnaður - ný beitutækni Í verkefninu var þróuð ný aðferð og sérstakur tækjabúnaður smíð- aður til að framleiða beitu úr frystu hráefni. Í framhaldi af þess- ari þróunarvinnu var stofnað fyr- irtækið Aðlöðun ehf. og beitu- verksmiðja sett upp í gamla Norðurtangahúsinu á Ísafirði. Fyrirtækið er þegar búið að fá einkaleyfi fyrir þessari tækni. Framleiðslutæknin byggir á því að raspa, móta og pakka frystu hráefni við frystiaðstöðu þannig að hráefnið og framleiðslan þiðnar ekki fyrr en beitan er lögð í sjó. Frosnar fiskblokkir af beituhrá- efni eru raspaðar, fisksagið er síð- an mótað (stansað) í þétta bita (10-15 g) og pakkað í trefjaefnis- poka. Allur vinnsluferillinn fer fram í frystiskáp. Mótið sem beit- an er steypt í myndar gat í miðj- an beitukubbinn svo auðvelt er að krækja í hana. Skilyrðið er að hrá- efnið sé mjög ferskt þegar það er fryst. Í þróunarferlinum kom í ljós að við það að þíða upp hráefni til beitugerðar, hakka það, hræra og frysta aftur virtust ferskleika- einkenni hráefnisins eyðileggjast. Í fortilraun sem gerð var á Rf var útbúin beita, annars vegar úr hrá- efni sem var látið þiðna og hins vegar úr frosnu hráefni sem notað var beint í beituna. Niðurstöður úr tilraunaveiðum á þorski sýndu að tvífrysting og meðhöndlun á hráefninu virtist hafa slæm áhrif á virkni beitunnar. Þetta kemur ekki á óvart þar sem þorskur lifir á lifandi æti og laðast því mest að útstreymi sem boðar ferskleika. Rannsóknir á beitu - út- streymi aðdráttarefna Í bæði erlendum og innlendum beiturannsóknum hefur áherslan verið á þróun á tilbúnum beitum. Það hefur verið vandamál við línuveiðar að halda beitunni sam- an þannig að hægt sé að krækja í Aðdráttarafl beitu Lengst til vinstri er raspað frosið hráefni. Í miðjunni er búið að móta töflu úr fiskrasp- inu og síðan er lokaút- gáfa af pokabeitunni þegar búið er að pakka henni inn í trefjaefni. Greinarhöfundar eru sérfræðingar á rann- sóknasviði Rann- sóknastofnunar fisk- iðnaðarins. Soffía Vala Tryggva- dóttir. Rósa Jónsdóttir. Guðrún Ólafsdóttir.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.