Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 22

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 22
22 N O R Ð AU S T U R H O R N I Ð Tangi hf. var stofnaður árið 1965 og fagnar því fjörutíu ára afmæli á næsta ári. Í tímans rás hefur starfsemi fyrirtækisins tekið töluverðum breytingum. Í dag gerir fyrirtækið út tvö skip, ann- ars vegar uppsjávarveiðiskipið Sunnuberg og hins vegar togskip- ið Bretting. Tangi rekur uppsjáv- arvinnslu í landi, frystir loðnu og hrogn auk þess að reka vel útbúna bræðslu. Þá rekur fyrirtækið bol- fiskvinnslu, sem leggur áherslu á vinnslu á svokölluðum flugfiski. Hér á árum áður rak Tangi meðal annars saltfiskvinnslu og einnig síldarsöltun. „En allt er breytingum háð og menn verða að haga seglum eftir vindi í rekstrinum og nýta þau tækifæri sem upp koma á hverjum tíma,“ segir Vilhjálmur. Útgerðin Brettingi NS-50, sem var smíðað- ur í Japan árið 1973 fyrir Tanga, var breytt í frystiskip árið 1988 í Póllandi og gerður alfarið út á frystingu allt fram á síðasta ár þegar skipinu var að hluta til beint á ísfiskveiðar. „Brettingur hefur tvær lestar og þess vegna gengur vel að láta skipið veiða ís- fisk og frysta jafnframt. Það land- ar hér á hverjum mánudegi þeim skammti af bolfiski - þorski, ýsu og ufsa - sem dugar fyrir alla vik- una. Í upphafi hverrar veiðiferðar veiðir skipið fyrst og fremst karfa og grálúðu og frystir, en síðustu tvo til þrjá sólarhringa í hverjum túr veiðir skipið bolfiskskammt- inn fyrir ferskfiskvinnsluna. Þetta fyrirkomulag hefur kom- ið bærilega vel út, en hinu er ekki að leyna að bæði karfa- og grá- lúðuveiðin hefur dregist töluvert saman og því er frystingin ekki eins arðbær og hún var.“ Þrátt fyrir að Brettingur sé orð- inn um þriggja áratuga gamall segir Vilhjálmur að hann sé í toppstandi og engin ástæða sé til að ætla annað en að hann muni þjóna fyrirtækinu vel áfram. Sunnuberg NS-70 er uppsjávar- veiðiskip Tanga hf. Vilhjálmur segir að bróðurpartur verkefna Sunnubergsins hafi verið færður yfir til Svans RE-45 samkvæmt samningi sem gerður var við út- gerð Svans. Samningurinn fól í sér að uppsjávarveiðikvóti Sunnu- Tel að við séum á réttri leið - segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Tanga hf. Tangi hf. er sannarlega burðarfyrirtæki í atvinnulífinu á Vopnafirði. Fyrirtækið er það stærsta á staðnum og veitir flestum atvinnu. Eðlilega er Tangi því oft undir smásjá Vopnfirðinga. Vilhjálmur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Tanga, segist vel vita af þessu. „Ég lít á það sem mitt hlutverk að reyna að gera sem best úr því sem við höfum í þessu fé- lagi,“ svarar Vilhjálmur þegar hann er spurður hvort hann finni til mikillar ábyrgðar að stýra stærsta atvinnufyrirtæki Vopnfirðinga. Vilhjálmur, framkvæmda- stjóri, og Einar Víglundsson, vinnslustjóri, ræða málin.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.