Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 27

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 27
27 N O R Ð AU S T U R H O R N I Ð góð ráð dýr. Ég hringdi í atvinnu- miðlun sjómanna í Ólafsfirði og hálftíma síðar fékk ég upphring- ingu þess efnis að það væri laust pláss matsveins á rækjusveiðiskipi við Grænland. Ég hringdi í snar- hasti í konu mína og bar undir hana hvort ég ætti að skella mér í þessa fjögurra mánaða „útlegð“ til Grænlands. Þetta gerðist því allt mjög snöggt. Ég fór snarlega í land, flaug til Danmerkur og það- an til Grænlands og á sjóinn. Þessi tími á Grænlandi er mér mjög eftirminnilegur. Tímaskyn- ið er allt annað en maður á að venjast hér heima. Það er kannski ekki hægt að segja að Grænlend- ingar séu værukærir, en þeir eru ekki mikið fyrir það að æsa sig yfir hlutunum. Grænlendingar eru mannelskir og gestrisnir,“ segir Árni og viðurkennir að Grænland hafi komið honum á óvart. „Já, það er óhætt að segja það. Þegar ég kom þangað í ágúst var 20-25 stiga molluhiti, algjört logn og moskítóflugur. Veðrið var mjög gott allan þann tíma sem ég var þarna, framundir jól. Mesta frostið sem við lentum í í desem- ber var fjórtán stig. Skipstjórinn keypti selskinnsbuxur og sel- skinnsjakka og hann þurfti aldrei að fara í þau föt. Mér skilst hins vegar að eftir áramótin láti vetur- inn nokkuð til sín taka með kuldatíð.“ Góð rækjuveiði Sem fyrr segir var Ingimundur SH á rækjuveiðum við Grænland og var aflinn lagður upp hjá Royal Greenland. „Veiðin var mjög góð þarna. Við vorum að fá upp í 45 tonn á þremur dögum,“ sagði Árni og játar því að hann hafi haft mun meira upp úr að róa við Grænland en á Íslandsmiðum. „Og við hefðum getað haft mun meira upp ef Grænlendingarnir hefðu verið sneggri að landa og ganga frá. Við lentum hins vegar í dálítilli hreppapólitík sem gerði það að verkum að fyrst var landað úr grænlensku skipunum og því lentum við gjarnan aftast í bið- röðinni. Við fundum hins vegar úrlausn á þessu og stofnuðum eigið félag sem sá um löndunina.“ Sérstakt samfélag „Samfélagið á Grænlandi er um margt afar sérstakt. Ég minnist þess að einu sinni fórum við og fengum okkur hamborgara í Sisimuut. Þá kemur grænlenskur veiðimaður þar inn og leggur frá sér gríðarmikla veiðibyssu utan við húsið, rétt eins og maður leggur frá sér reiðhjól. Þetta fannst okkur merkilegt. En ég ít- reka það að Grænlendingar eru ákaflega ljúft fólk, en þeir eiga við mikinn áfengis- og fíkniefna- vanda að etja. Það var ekkert ver- ið að pukrast með hassið, t.d. sáum við það á veitingastaðnum Rækjunni í Sisimuut að par seldi hass yfir borðið og var ekkert að fara leynt með það. Það má segja að atvinnulífið á Grænlandi byggist allt meira og minna upp á sjósókn og vinnslu sjávarafurða. Yfirleitt eru hús vel byggð á Grænlandi og það var ekki að sjá annað en að fólk hefði það almennt nokkuð bærilegt. Hins vegar er alltaf nokkur hópur fólks sem hefur ekki höndlað nú- tíma lifnaðarhætti og leiðst út í ofdrykkju og neyslu harðari efna. Danir eru einnig nokkuð áber- andi, en við urðum varir við það á nokkrum stöðum að Grænlend- ingum væri ekki mjög hlýtt til þeirra. Við fundum hins vegar fyrir því að Grænlendingar kunna vel að meta Íslendinga. Náttúran er sérstök á Græn- landi. Undirlendi er því sem næst ekkert. Klappirnar eru allsráð- andi. Milli bæja er ekkert vega- samband og því er erfitt að halda uppi samgöngum víða á Græn- landi. Haustlitirnir á Grænlandi eru einstaklega fallegir. Þetta upplifðum við mjög sterkt þegar við fórum, allir úr áhöfninni, í þriggja daga hreindýraveiðitúr.“ ...og hér er ég! Sem fyrr segir fór Árni á Stálvík- ina SI þegar hann kom frá Græn- landi og var frá áramótum og fram í október á síðasta ári. Fór síðan á Sigurbjörgina í afleysinga- túra. „Að því loknu fór ég á línu- veiðiskipið Fjölni. Þeim tíma lauk í mars sl. Þegar heim var komið hringdi ég út og suður, m.a. hafði ég tal af Gunnari Tryggvasyni, skipstjóra á Brett- ingi hérna á Vopnafirði. Hann sagði mér að hann hefði ekki laust pláss, en spurði jafnframt hvort ég væri ekki til í að sækja um að taka að mér rekstur hótels- ins hér á Vopnafirði. Ég hringdi í Vopnafjarðarhrepp og úr varð að ég sló til og hér er ég,“ segir Árni Harðarson. Árni Harðarson: Sjómennskan er vissulega öðruvísi samfélag en maður á að venjast, en þetta er jafnframt skemmtilegt samfélag.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.