Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 33

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 33
33 F R É T T I R Í ályktun aðalfundar Landssam- bands smábátaeigenda um miðjan október eru m.a. ítrekaðar fyrri áskoranir sambandsins um að „hrint verði í framkvæmd öflug- um rannsóknum á umhverfis- áhrifum veiðarfæra. „Tómlætið gagnvart þessum rannsóknum gerir stöðu okkar sýnu verri með- an engin kortlagning er til af Ís- landsmiðum þar sem þeim er skipt með tilliti til umhverfisá- hrifa veiðarfæra. Meðan rann- sóknir sýna ekki fram á annað er það sannfæring LS að forsenda aukinna þorskveiða á Íslandsmið- um sé að draga stórlega úr notk- un snurvoðar til bolfiskveiða og banna togveiðar á fiski innan 12 mílna landhelginnar.“ Í ályktun fundarins er vitnað til þess að á austurströnd Bandaríkj- anna sé ein af vinsælustu veit- ingahúsakeðjum að „stíga fyrstu skrefin í átt til samstarfs við Sam- tök krókaveiðimanna á norðaust- urströnd Bandaríkjanna um hrá- efnisöflun. Fyrirtækið hyggst með þeim hætti tengja sjálfbæra veiðiaðferð og meðvitaða neyt- endur um umhverfismál. LS telur einsýnt að þessi hugsun muni einkenna markaðs- og neytenda- vitund í komandi framtíð og því fyrr sem Íslendingar gera hana að sinni, því meir mun þjóðin hagn- ast.“ Þá er einnig harmað í ályktun aðalfundar LS „hvernig stjórnvöld stóðu að afnámi sóknardagakerfis- ins. Loforð um samráð og sam- vinnu innan þess ramma sem að- alfundir undanfarinna ára hafa ályktað stóðust ekki og furðuleg- ar fullyrðingar um að frá engum yrði tekið við kvótasetningu þeirra hafa vitaskuld reynst al- rangar.“ Lynghálsi 4 - 110 Reykjavík Sími: 588 8881 - Fax: 588 8944 Heimasíða: simnet.is/jonbergsson - E-mail: jonbergsonehf@simnet.is Leiðrétting Í umfjöllun um Guðmund Run- ólfsson hf. í Grundarfirði í síðasta blaði slæddist inn meinleg villa sem skylt er að biðjast velvirðing- ar á. Sagt var á einum stað að Guðmundur Runólfsson, stofn- andi fyrirtækisins, væri allur, en því fer víðs fjarri. Guðmundur er við hestaheilsu og býr í sínum heimabæ í Grundarfirði. Hlutað- eigandi og lesendur blaðsins eru beðnir velvirðingar á þessari meinlegu villu. Aðalfundur Landssamband smábátaeigenda: Ítrekar áskorun um rannsóknir á umhverfisáhrifum veiðarfæra Frá smábátahöfninni í Hrísey.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.