Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 38

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 38
Iðulega koma upp raddir og umræður um inngöngu í ESB sem talin er vera óhjákvæmileg af markaðsaðstæðum og ýmissrar hagkvæmni annarra eins og hag- ræði þess að nota sömu mynt og helstu samkeppnisaðilar og við- skiptavinir til að spara kostnað við gjaldeyrisviðskipti. Hið sama gildir um fjármagnsmarkað þar sem talið er víst að við inngöngu í ESB myndi vaxtakostnaður fyr- irtækja og almennings lækka, verða sambærilegur vaxtakostnaði innan ESB þar sem vextir eru í flestum tilvikum lægri en hér og auk þess óverðtryggðir. Við inn- lenda vexti þarf að bæta verð- tryggingu til að fá samanburð við óverðtryggða vexti erlenda. Þótt nokkur munur hafi verið á inn- lendum og erlendum vöxtum, séu hvorir tveggja reiknaðir til raun- vaxta, minnkar þó munurinn verulega þegar erlendir vextir eru reiknaðir til innlendra, vegna gengisáhrifanna. Fyrir utan umræðuna um aðild að ESB hafa verið ræddar aðgerðir sem drægju úr einangrun sjávar- útvegsfyrirtækja hvað fjárfestingu varðar. Það er hvort æskilegt sé að heimila erlendum fjárfestum að binda fé sitt í íslenskum sjávarút- vegsfyrirtækjum. Nú er erlend fjárfesting í sjávarútvegi að mestu óbein. Það er að erlendir borgarar gætu hugsanlega átt hlut í fyrir- tæki sem átt gæti hlut í sjávarút- vegsfyrirtæki. Þeim hugmyndum hefir verið fleygt fram að heimila ætti er- lendum borgurum beina fjárfest- ingu í íslenskum útvegi, gera þyrfti slíka fjárfestingu augljósa ef til kæmi þannig að eingöngu yrði um að ræða fjárfestingu í fyr- irtækjum skráðum í Kauphöll.Ís- lands Með því móti myndi grundvöllur fjármögnunar breikka með tilkomu erlends áhættufjármagns. Allt eru þetta atriði sem áhrif 38 F J Á R M Á L Efnahagur og raunvextir sjávarútvegs árið 2003 Kristjón Kolbeins, viðskiptafræð- ingur, skrifar. Tafla 1 – Útlán innlánsstofnana, fjárfestingarlánasjóða, sérgreindra lánasjóða ríkis ásamt beinum erlendum lántökum og endurlánuðu erlendu lánsfé til sjávarútvegs árin 1988 til 2003 í m.kr. 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 Bankakerfið 40.304 37.198 38.780 41.174 43.229 38.538 41.849 50.381 58.671 80.445 91.361 137.807 149.563 127.311 124.036 Afurðalán 9.274 6.716 7.729 7.890 8.394 6.612 8.663 8.245 6.467 6.133 6.867 6.765 7.152 11.105 9.343 Gengistr. 8663 6163 6903 7005 7689 5981 8046 7648 5910 5590 6425 6436 6756 10893 9188 Önnur 611 553 826 885 705 631 617 597 557 543 442 329 396 212 155 Víxlar 1079 1055 1036 1053 975 797 727 624 613 564 542 423 321 320 217 Hlaupar. 1086 1323 1328 1614 1839 2043 2407 4579 5572 5736 5427 5711 6201 5269 4993 Innl. ábyrgðir 110 206 161 318 229 229 196 115 70 12 31 23 19 14 0 Skuldabréf 7.695 8.639 9.125 8.673 8.817 10.003 14.321 16.084 20.694 20.398 17.175 91.096 133.361 110.603 109.483 Verðtryggð 5515 6700 7133 6589 6907 7504 7896 9004 8427 9022 9567 10488 9553 8854 6231 Gengistr. 1667 1354 1190 1070 936 1567 5111 5696 10448 10283 6293 79099 120481 99829 102349 Önnur 513 585 802 1014 974 932 1314 1385 1819 1093 1315 1509 3327 1920 903 Erl. endurl. 21060 19259 19401 21626 22975 18854 15535 20734 25255 47602 61319 33789 2509 0 0 Fjárfestlsj. 27843 29505 30275 34268 37643 40764 38965 38879 42044 38739 38510 10772 11630 9731 8079 Fiskveiðasj. 14416 14225 14605 18463 22101 25286 23366 23965 26625 26480 26179 0 0 0 0 Byggðasj. 5096 5144 5033 5330 5344 5049 4693 4821 4936 4246 4316 4070 6967 6490 5985 Framkvsj. 229 160 110 133 186 89 33 40 35 21 0 0 0 0 0 Aðrir 8102 9976 10527 10342 10012 10340 10873 10053 10448 7992 8015 6702 4663 3241 2094 Beinar erl. lánt. 734 1390 1388 2111 1830 2724 2876 2949 2803 2621 1901 4281 4556 4263 3873 Alls 8.881 68.093 70.443 77.553 82.702 82.026 83.690 92.209 103.518 121.805 131.772 152.860 165.749 141.305 135.988 Kjaraskipting Erl. gengistr. 52.267 48.448 49.108 56.581 63.673 62.569 61.912 67.573 78.561 96.446 105.714 127.631 139.805 119.385 119.444 Innl. verðtr. 13.215 15.923 17.182 16.087 14.307 14.825 16.518 17.337 16.325 17.410 18.301 17.234 15.680 14.185 10.276 Innl. óverðtr. 3.399 3.722 4.153 4.884 4.722 4.632 5.261 7.300 8.631 7.948 7.757 7.995 10.264 7.735 6.268 Hlutfallstölur Erl. gengistr. 75,88 71,15 69,81 72,96 76,99 76,28 73,98 73,28 76,13 81,70 80,22 83,50 84,35 84,49 87,83 Innl. verðtr. 19,19 23,38 24,28 20,74 17,30 18,07 19,74 18,80 15,50 11,61 13,89 11,27 9,46 10,04 7,56 Innl. óverðtr. 4,93 5,47 5,90 6,30 5,71 5,65 6,29 7,92 8,37 6,69 5,89 5,23 6,19 5,47 4,61 Umhverfi atvinnugreina er síbreytilegt sem táknar að stjórnendur fyrirtækja verða sífellt að bregðast við nýjum aðstæðum. Á það ekki síður við um sjávarútveg en aðrar greinar. Er hann jafnvel berskjaldaðri fyrir utanaðkom- andi áhrifum en ýmsar fullvinnslugreinar og þjónustugreinar sem starfa á stórum markaði hverra forsvarsmenn þurfa lítt að hafa áhyggj- ur af breytingum afurðaverðs og gengis.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.