Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 11
11
Ú T F L U T N I N G U R
Steingrímur Sigurðsson, sölu-
stjóri útflutnings, segir mikinn
vöxt í útflutningi á ferskum fiski
frá Íslandi til Bretlands og meg-
inlands Evrópu. Margir stórir
framleiðendur hafi aukið útflutn-
inginn verulega á undanförnum
mánuðum og þá hafi fjölmargir
aðilar, sem til þessa hafa fyrst og
fremst verið t.d. í saltfiski, verið
að afla upplýsinga um verð á
flugfrakt. „Þetta segir mér að
þeim framleiðendum fjölgar sem
eru að fara í útflutning á ferskum
fiski,“ segir Steingrímur. „Það er
hins vegar erfitt að spá fyrir um
hver þróunin verður á þessum
markaði. Það kann t.d. ýmsu að
breyta ef Norðmenn koma inn á
markaðinn af einhverjum þunga.
En við gerum hins vegar ráð fyrir
einhverri aukning í þessu áfram,“
segir Steingrímur.
Liege í Belgíu
Nú flýgur Icelandair Cargo
tvisvar á dag flesta daga vikunnar
milli Íslands og Liege í Belgíu og
frá 1. nóvember er flogið þangað
ellefu sinnum á viku. Flogið er til
Liege alla daga, en tvisvar á dag
fjóra daga vikunnar. Komutími
beggja véla til Keflavíkur er á
milli klukkan 5 og 7 að morgni
og brottför síðla dags. Áætlað er
að um 75% af allri flugfrakt í
Evrópu eigi sér uppruna eða
áfangastað innan 400 km frá
Liege og þaðan eru góðar teng-
ingar í flugi til Suður-Evrópu og
Asíu.
Humberside
Veruleg aukning er í flutnings-
framboði Icelandair Cargo til
Bretlands með flugi þrisvar í viku
til Humberside í Englandi, sem
er hjarta ferskfiskverslunar í Bret-
landi, og vikulega til Edinborgar
og East Midlands. Á síðasta ári
hóf Icelandair Cargo að fljúga inn
á Humberside-svæðið í tilrauna-
skyni, en áður hafði ekki verið
fragtflug beint á Humberside.
Nú verður flogið á Humberside á
þriðju-, miðviku- og fimmtudög-
um. Föstudaga er flogið til East
Midlands og á mánudögum til
Edinborgar. Með aukningu flutn-
ingarýmis í fragtflutningum er
flutningsgetan á Bretland um
200 tonn á viku með farþegaflug-
um meðtöldum tvisvar á dag til
London og fjórum sinnum í viku
til Glasgow.
Þrjár Boeing-vélar
Icelandair Cargo rekur eina
Boeing 757-200 fraktvél. Félagið
er með tvær Boeing 757 vélar í
breytingu úr farþegavélum í
fraktvélar og er sú fyrri væntanleg
í rekstur í lok desember en sú
seinni í janúar. Þangað til verður
viðbótarflugi sinnt með leiguvél-
um.
Icelandair Cargo er sem fyrr
með flutninga til Bandaríkjanna,
en Steingrímur Sigurðsson segir
að einhver samdráttur hafi verið í
fiskflutningum þangað.
Stóraukinn útflutningur
á ferskum fiski
- Icelandair Cargo fjölgar ferðum til Bretlands og meginlandsins
Það sem af er þessu ári hefur útflutningur
Icelandair Cargo á ferskum fiski aukist um
rösk tuttugu prósent miðað við sama tíma í
fyrra, sem þá var metár. Þessi mikli vöxtur er
helsta ástæðan fyrir stóraukningu í framboði
flutningarýmis hjá Icelandair Cargo frá miðj-
um október sl.
Til að mæta auknum útflutningi á ferskum fiski hefur Icelandair
fjölgað ferðum til Bretlands og meginlands Evrópu. Að sama skapi
hefur orðið aukning í innflutningi.
Það sem af er þessu ári hefur aukning í flutningum Icelandair Cargo á ferskum fiski
til útlanda numið röskum 20% miðað við sama tíma í fyrra.