Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 15
15
N O R Ð AU S T U R H O R N I Ð
söltun þorskflaka og töluverðan
tíma hafi tekið fyrir fólk að ná
tökum á þessari vinnslu. Afköstin
hafi hins vegar verið smám saman
að aukast og nú sé svo komið að á
góðum degi fari yfir tíu tonn af
afurðum í gegnum vinnsluna, en
algeng afköst eru 8-9 tonn af af-
urðum á dag. Magnús segir að
það sem er hvað mest ráðandi um
afköstin sé hversu góður fiskurinn
sé, þ.e. hversu stór hann sé og
hversu mikið af ormi sé í honum.
„Ef mikið er af ormi í fiskinum,
þá segir það sig sjálft að það tekur
nokkru lengri tíma að snyrta
flökin,“ segir Magnús.
Um 25 manns vinna hjá GPG á
Raufarhöfn. Bróðurpartur starfs-
manna er Íslendingar og Pólverj-
ar, sem hafa búið á Raufarhöfn
um lengri eða skemmri tíma, og
síðan er einn Perúmaður starfandi
í vinnslunni.
Mikil eftirspurn
Hráefni til vinnslu GPG á Rauf-
arhöfn er fyrst og fremst fengið af
heimabátum, en einnig er unninn
rússaþorskur ef á þarf að halda
þegar uppihald er í hráefnisfram-
boði á Raufarhöfn og nágrenni.
Magnús segir ekki hafa verið
vandamál að nálgast hráefni og til
marks um það hafi ekki fallið úr
einn einasti vinnudagur frá því
þessi vinnsla hófst fyrir rúmu ári.
Ef unninn er rússaþorskur er
hráefnið þítt upp í vatni og unnið
daginn eftir. Þá er fiskurinn flak-
aður og flökin snyrt áður en þau
fara í saltpækil. Í honum liggja
flökin í tvo sólarhringa og er síð-
an raðað inn í lausfrysti. Að lok-
um er flökunum pakkað og
pakknirnar færðar í frysti-
geymslu. Magnús segir því að það
taki þrjá sólarhringa að vinna hrá-
efnið, frá því að það kemur í hús
og þar til það er tilbúið til
úflutnings.
Afurðirnar eru fluttar á markað
á Spáni, en þar í landi eru kaup-
endurnir þrír. Vörunni er annars
vegar dreift til veitingahúsa og
hins vegar í kæliborð matvöru-
verslana. Varan er tilbúin til mat-
reiðslu, ekki þarf einu sinni að út-
vatna fiskinn.
Magnús segir að mikil spurn
hafin verið eftir þessari fram-
leiðsluvöru núna á haustdögum,
eins og oft er á þessum árstíma,
en saltfiskneyslan eykst jafnan í
Miðjarðarhafslöndunum í aðdrag-
anda jóla.
Afköstin hafa aukist umtalsvert á því röska ári sem liðið er síðan hafin var léttsöltun þorskflaka á Raufarhöfn.
Flökunum er pakkað í kassa sem fara síðan á brettum til Spánar.