Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 24
N O R Ð AU S T U R H O R N I Ð
héðan. Vitanlega er flutnings-
kostnaðurinn umtalsverður, en
það kostaði líka sitt að fá hingað
rússafisk til vinnslu.“
Gott starfsumhverfi
Fiskinum er ekið frá Vopnafirði
til Keflavíkur strax eftir vinnslu
alla virka daga og hann er því
kominn til kaupenda í Evrópu
strax daginn eftir. „Við erum að
selja mest á Bretland og á mark-
aði á meginlandi Evrópu. Það er
ljóst að ferski fiskurinn er eins og
er að gefa töluvert meira í fram-
legð en frysti fiskurinn. Stað-
reyndin er sú að fersk matvæli eru
í sókn, einkanlega í Evrópu. Mér
er sagt að húsmæður í Bandaríkj-
unum fari mun sjaldnar í mat-
vöruverslanir en húsmæður í
Bretlandi og á meginlandi Evr-
ópu og kaupi því frekar matvæli
til þess að setja í frystikistuna.
Evrópskar húsmæður fara hins
vegar oftar í verslanir og kaupa þá
frekar ferskar matvörur.“
Vilhjálmur segist viss um að
fyrirtækið hafi veðjað rétt með
því að fara út í ferskfiskvinnslu.
„Allar svona breytingar kosta sitt.
Við erum hins vegar sannfærðir
um að við gerðum rétt og teljum
okkur vera mun betur stadda í
dag með þessa línu en áður. Lín-
una fengum við á töluvert lægra
verði en ella vegna þess að hér var
um þróunarverkefni að ræða og
síðan hefur Skaginn smíðað ekki
ósvipaða línu fyrir bolfiskvinnslu
HB-Granda á Akranesi.“
Við ferskfiskvinnsluna starfa
35-40 manns, að stærstum hluta
er um að ræða hlutastörf. Í loðnu-
verksmiðjunni eru um tíu ársstörf
og nýtist mannskapurinn þar vel í
önnur störf innan fyrirtækisins
þegar rólegt er í bræðslunni. Í
útideild Tanga eru tveir starfs-
menn og fjórir í fullu starfi og ein
í hlutastarfi við yfirstjórn. Á
skipunum eru samtals rösklega
30 manns.
Vilhjálmur orðar það svo að
starfsumhverfi Tanga hf. sé mjög
gott á Vopnafirði. Hjá félaginu
starfi eingöngu heimafólk „sem
býr orðið að mikilli verkþekk-
ingu og er tilbúið að vinna í
fiski. Það er styrkur okkar að t.d.
í uppsjávarvinnslunni kemur
sama fólkið ár eftir ár að loðnu-
frystingunni og hrognavinnsl-
unni. Það þarf því ekki að kenna
nýju starfsfólki vinnubrögðin í
byrjun hverrar vertíðar, sem er
mjög mikilvægt.“
Sviptingar í eignarhaldi
Á undanförnum mánuðum hefur
Tangi hf. verið töluvert í umræð-
unni vegna töluverðra hræringa í
eignarhaldi félagsins. Árið 2001
komu Sjólaskip sem stór hluthafi
inn í Tanga, en seldu síðan sinn
hlut strax árið eftir til Eskju hf. á
Eskifirði. Ótti greip um sig með-
al Vopnfirðinga um að Eskja hefði
hug á því að færa hluta af starf-
semi Tanga til Eskifjarðar með
tilheyrandi samdrætti í atvinnu á
Vopnafirði. Heimamenn gripu þá
til sinna ráða, er óhætt að segja,
og keyptu Eskju út úr fyrirtæk-
inu. Stærstu hluthafar í Tanga í
dag eru Vopnafjarðarhreppur með
21,3% og einnig á hreppurinn fé-
lagið Skipshómi ehf. sem á um
9% í félaginu. Þá hvílir kaup-
skylda á Vopnafjarðarhreppi á
tæplega 14% hlut Sparisjóða-
banka Íslands í Tanga, sem að nú-
virði er um 270 milljónir króna,
en hreppurinn þarf að óbreyttu að
leysa þennan hlut til sín í upphafi
Sunnuberg, annað tveggja skipa
Tanga hf. í höfn á Vopnafirði.
Eftir kælingu fara flökin inn í þessa roðflettivél.