Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 41

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 41
41 F J Á R M Á L 40 milljarðar sem eru óskýrðir, en miðað við reynslu undanfarna tvo áratugi virðist sem hlutdeild lána utan meginhluta lánakerfis af lán- um sjávarútvegs sé um einn fjórði til einn fimmti. Sá hluti ætti því að vera á milli fjörutíu og fimm- tíu milljarðar króna. Varfærin spá hljóðar því upp á að einn fimmti lána sjávarútvegs sé utan megin- hluta lánakerfis. Eins og fram kemur í þriðju töflu yfir vaxtagreiðslur sjávarút- vegs hefir greinin notið góðs af lækkandi vöxtum, jafnt á inn- lendum sem erlendum markaði. Erlendir vextir eru nú lágir, hafa verið það um nokkurt skeið. Talið er þó að þeir gætu hækkað með hjarnandi efnahagi og vaxandi umsvifum Evrópuríkja ef ástæða þykir til að hamla gegn aukinni efnispurn, verði séð að tilhneig- ingar til verðhækkana fari að gæta þar sem verðbólgumarkmið er stefna fjölmargra seðlabanka frekar en gengismarkmið og helsta stjórntæki þeirra er vaxta- breytingar, en áhrifa þeirra gætir þó oft ekki fyrr en að löngum tíma liðnum. Lækkun erlendra vaxta á hvað mestan þátt í minnkandi vaxta- byrði sjávarútvegs, en raunvextir óverðtryggðra lána hafa þó einnig lækkað mikið. Munar þar mestu um minnkaðan yfirdrátt og hag- stæðari samsetningu lánanna, þar sem t.d. hlutur gengisbundinna lána innlánsstofnana hefir aukist á kostnað fjár með innlendum kjör- um. Athyglisverður er samanburður vaxta útvegs, veiða og vinnslu annar vegar eftir stofnunum, hins vegar eftir því hvort um innlenda eða erlenda vexti er að ræða. Þriðji kosturinn sem fyrir hendi er við samanburð vaxtanna er að líta á og meta vextina út frá því hvort um sé að ræða vexti sam- kvæmt myntsamsetningu, þá er- lenda raunvexti á erlend lán og innlenda raunvexti á lán af inn- lendum toga, eða að horft sé á alla vexti sem innlenda vexti án tillits til uppruna lánsfjár og að síðustu að athuga meðalvexti yfir láns- tíma. Mikill munur hefir verið á innlendum og erlendum vöxtum þeim innlendu í óhag. Hvort sá munur muni hverfa við inngöngu í ESB skal ósagt látið en miklu munar í þessu sambandi hversu vægi erlendu vaxtanna er miklu meira en þeirra innlendu. Sem fyrr eru raunvextir lána innláns- stofnana hæstir en lánasjóða ríkis lægstir, en vægi þeirra er nú orðið harla lítið. Þar eð gengi krónu hefir al- mennt frekar haft tilhneigingu til að falla en styrkjast gagnvart er- lendum myntum, minnkar mun- urinn verulega þegar allir vextir eru reiknaðir til innlendra láns- kjara, en í þeim tilvikum er krón- an styrkist eykst hann. Við slíkar aðstæður verða því innlend lán afar óhagstæð miðað við erlend eins og sýnt hefir sig undanfarin tvö ár og einkum árið 2002 vegna þess hversu mikið krónan styrkt- ist það ár. Allt bendir til að ís- lenska krónan verði sterk næstu árin vegna stóriðjuframkvæmda á Austurlandi. Að þeim tíma lokn- um er búist við að miklar fram- kvæmdir gætu orðið á suðvestur- horni landsins vegna stækkunar álvers ÍSALS og orkuöflunar til þess. Í fljótu bragði verður því ekki séð hvenær slakni á spennu í efnahagslífinu. Við útreikning meðalvaxta yfir lánstíma miðað við innlend kjör allra lána, jafnast þær sveiflur á vöxtum út að nokkru leyti sem stafa af breytingum gengis. Þar sem óvíst er um vexti er fram líða stundir er stuðst við vexti ársins 2003 við mat raunvaxta er fram líða stundir, nema í þeim tilvik- um sem þeir teljast óeðlilegir, er þá miðað við ár sem vextir voru í nokkru jafnvægi. Erlent verðlag segir ekki allt um raunvexti erlendra lána sjáv- arútvegsins þar sem verð sjávaraf- urða breytist oft á annan veg en almennt markaðsverð vara erlend- is. Afurðaverð og tekjur gefa að nokkru til kynna getu fyrirtækja í sjávarútvegi til að standa við skuldbindingar sínar, ekki síður en skuldir og vextir þeirra. Lítt stoðar að fyrirtæki fái lán til langs tíma með hagstæðum vöxtum ef verð og annar kostnaður er þess valdandi að halli er á rekstri fyrir- tækisins og hagnaður nægir ekki fyrir afborgunum og vöxtum lána. Tafla 4 - Áætlaðar skuldir sjávarútvegs í júní árið 2004 í milljónum króna Innlendar Erlendar Alls Innlánsstofnanir: Eigin útlán 14.212 124.019 138.231 Markaðsbréf 298 0 298 Innlánsstofnanir alls 14.510 124.019 138.529 Beinar erlendar lántökur 0 3.873 3.873 Fjárfestingarlánasjóðir: 2.554 3.109 5.663 Byggðastofnun 2.254 3.109 5.363 Aðrir 300 0 300 Fjárfestingarlánasjóðir alls 2.554 3.109 5.663 Lánasjóðir ríkis: Þróunarsjóður 1.017 488 1.505 Lánasjóðir ríkis alls 1.017 488 1.505 Eignarleigur 40 790 830 Skuldir við meginhl. Lának. 18.121 132.279 150.400 Aðrar skuldir 40.000 40.000 Skuldir alls 58.121 132.279 190.400

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.