Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 31
31
N O R Ð AU S T U R H O R N I Ð
Eins og staðan er núna tel ég
ekki bara raunhæft að veiða meira
á Íslandsmiðum, heldur algjör-
lega nauðsynlegt. Og það er ekki
erfitt að rökstyðja það. Loðnu-
stofninn er nú minni en áður og
þorskstofninn stærri. Rækjustofn-
inn er nú aðeins um 30% af því
sem hann átti að vera. Sjórinn er
heitari við landið sem þýðir að
fiskarnir brenna meira. Þá spyr
ég; hvað í ósköpununum ætlast
menn til að fiskurinn borði? Það
vantar fæðu fyrir fiskinn.
Staðan er þannig núna að það
vantar meiri fisk inn á markaðinn
hér heima vegna þess að verðin
eru óþarflega há fyrir neytendur,
t.d. saltfiskneytendur. Við salt-
fiskframleiðendur getum ekki
lækkað verðin nema að fá aðeins
meira magn. Þegar á allt er litið
finnst mér myndin líta þannig út
að þetta sé eins og að fá sex rétta í
lottóinu, en hafna vinningnum.
Aðstæður eru þannig að það eru
öll rök fyrir því að veiða í það
minnsta fimmtíu þúsund tonnum
meira af þorski og raunar myndi
ég segja að það væri í lagi að
veiða hundrað þúsund tonnum
meira, en ég myndi sætta mig við
fimmtíu þúsund tonna aukningu.
Og það er ekki bara í lagi að
veiða meira við þessar aðstæður,
það er lífsnauðsynlegt. Að
óbreyttu mun kynþroski þorsk-
stofnsins færast enn neðar og þeg-
ar upp verður staðið stöndum við
uppi með úrkynjaðan dvergstofn,
- vegna 25% aflareglu - svipað og
gerðist við Nýfundnaland þar
sem beitt var 20% aflareglu og
árlega úrskurðað „ofmat“ eða „of-
veiði“ sem stenst ekki þegar gögn
þaðan eru skoðuð nánar.“
Bullandi meðvirkni
„Ég fullyrði að hér er um að ræða
spurninguna um líf eða dauða
sjávarútvegs á Íslandi. Ef við för-
um ekki að veiða meira, þá mun-
um við á fimm til tíu árum sjá
hrun fiskistofnanna, fyrst og
fremst þó þorskstofnsins, hér við
land. Ef við breytum ekki um
stefnu og förum að veiða meira,
hættum að svelta fiskinn sem
leiðir til þess að hann fellir kyn-
þroskann - étur sjálfan sig og úr-
kynjast, þá stöndum við að öllum
líkindum uppi með úrkynja
dvergstofn eftir fimm ár. Það er
mín skoðun að framtíð Bakka-
fjarðar og margra annarra sjávar-
plássa við Ísland velti á því að
menn fari að opna augun í þess-
um efnum.
Því miður vilja hvorki forsvars-
menn LÍÚ né sjómannasamtak-
anna heyra á þetta minnst. Þeir
eru bullandi meðvirkir með þess-
ari veiðiráðgjöf Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins. Að mínu mati eiga
ábyrgir menn ekki að vera bull-
andi meðvirkir með einhverju
sem aðrir segja - og þeir segjast
sjálfir ekki skilja. „Ég hef ekki vit
á þessu“ er setning sem ég hef
fengið 100 sinnum eða oftar. Af
hverju eru menn að verja eitthvað
sem þeir telja sig svo ekki hafa
„vit“ á? Það hlýtur að vera hægt
að ætlast til þess að þessir menn
geri sér sjálfir grein fyrir því um
hvað aðalatriði málsins snúast og
taka síðan afstöðu út frá því. Al-
veg eins og þegar menn eru að
lesa ársreikninga fyrirtækja sem
þeir hyggjast taka yfir. Þeir
kynna sér lykilstærðir; veltufjár-
hlutfall, bankaviðskipti, eigin-
fjárhlutfall o.s.frv. og taka síðan
ákvörðun út frá þessum stærðum.
Það sama þarf að gilda um fisk-
veiðiráðgjöfina. Menn verða að
kynna sér málin og taka síðan af-
stöðu, samkvæmt fyrirliggjandi
staðreyndum og lykiltölum, en
ekki bakreiknuðu „ofmati“, að
fiskur sem mældist í togararalli
árum saman, eins og 1994-1998,
hefði svo aldrei verið til af því að
hann fannst ekki eftir árið 2000,
þegar hann átti að vera „upp-
byggður hryngingarstofn“. Það er
algjörlega ábyrgðarlaust að segj-
ast ekki hafa vit á þessum málum
og samþykkja jafnramt allar þess-
ar aðgerðir með hreinni með-
virkni. Þau rök kaupi ég ekki - ef
rök skyldi kalla.“
Þrjóskur að eðlisfari
Kristinn segist fúslega viður-
kenna að oft tali hann fyrir dauf-
um eyrum, en eitthvað reki hann
þó alltaf áfram í baráttunni. „Ég
skal viðurkenna að þetta tekur frá
mér mikinn tíma við minn fyrir-
tækjarekstur, en mér finnst gam-
an að sökkva mér niður í þessi
fræði og það er fyrst og fremst
það sem rekur mig áfram. Menn
hlusta á það sem ég er að segja að
mörgum finnst þetta mjög
áhugavert. En menn eru ekki
endilega tilbúnir að stökkva á
vagninn. En ég verð þá bara að
halda mínu striki. Það þýðir ekk-
ert annað en að vera staðfastur. Ég
er þrjóskur að eðlisfari. Raunar
sagði einn skólabróðir minn að
þetta væri ekki þrjóska. Þetta
væri staðfesta. Ég verð örugglega
staðfastur áfram og á eftir að
pressa langtum harðar á þessi
sjónarmið. Þorskstofninn verður
ekki úrkynjaður hávaðalaust af
minni hálfu.“
Kristinn Pétursson hefur sett fram sjónarmið sín um fiskveiði-
ráðgjöf með ítarlegum hætti á heimasíðu Gunnólfs ehf., sem er
vistuð undir heimasíðu Skeggjastaðahrepps - www.bakkafjordur.is
Auk þess að salta fisk er Gunnólfur með umfangsmikla hausaþurrkun. Hér sést inn í
einn þurrkofninn.