Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 36

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 36
R A N N S Ó K N I R Líklegt er að útstreymi sem laðar fisk að beitunni sé samspil niðurbrotsefna með lítinn mólikúlþunga, en kenningin er að fiskar laðist að ákveðnum amínósýrum, peptíðum eða lykt- arefnum í leit að æti. Komið hef- ur í ljós að samsetning á rok- gjörnum efnum í mismunandi hráefni skýrir breytileika á beitu- hráefni á svipaðan hátt og breyti- leikinn er skýrður vegna mis- munandi fitusýrusamsetningar, amínósýrusamsetningar og efna- innihalds (fita, protein og vatn). Smokkfiskur, sem er ein vin- sælasta beitan, hefur mjög hátt hlutfall af óbundnum amínósýr- um. Sú tilgáta kom fram að hægt væri að bæta próteasa í beituhrá- efni til að auka framleiðslu óbundinna amínósýra og að hugs- anlegt væri að nota fiskinnyfli til að auka myndun óbundinna amínósýra. Tiltölulega lítið er enn vitað um sértæka próteasa- virkni í hráefninu sjálfu, sem þó gegnir sennilega lykilhlutverki í myndun þessara niðurbrotsefna. Niðurstöðurnar nýtast til að velja hráefni í samsetta beitu þar sem reynt verður að líkja eftir sam- setningu á hefðbundinni beitu eins og smokkfiski eða sandsíli, en nota ódýrara hráefni eins og af- skurð, innyfli og loðnu. Ef tekst að framleiða beitu sem er sérhæfð í tegunda- og stærðarvali afla myndi það minnka óæskilegan meðafla. Með því að nýta loðnu í beituframleiðslu í stað bræðslu gæti verðmætaaukningin orðið margföld. Loðna er helsta fæða þorsks á Íslandsmiðum og ætti því að vera vinsæl beita við línu- veiðar hér við land. En roð loðn- unnar er reyndar það þunnt að það gefur lítið hald fyrir línu- króka. Það hefur þó verið stundað við beitningu á loðnu að tví- krækja í hana en sú aðferð er tímafrek og er því lítið notuð. Ekki hefur verið hægt með góð- um árangri að nota loðnu í vél- beitningu en þar sem stærð poka- beitunnar er stöðluð ætti að verða auðvelt að vélvæða beitningu með henni. Með pokabeitunni gefst því gott tækifæri til að nýta loðnu í beitu og ekki ætti það að draga úr áhuganum að hér er um að ræða ódýrt innlent hráefni. Nýja pokabeitan Nýja pokabeitan sem Aðlöðun hefur fengið einkaleyfi fyrir fram- leiðslu á hefur ótvíræða kosti fyrir utan að vera ódýrari en hefðbund- in beita. Beitningin sjálf er mun fljótlegri og mikið snyrtilegri. Hráefni sparast þar sem hægt er að hafa beituna efnisminni en Hér er verið að taka út raspað beituhráefni. Á línuveiðum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.