Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 25
25
N O R Ð AU S T U R H O R N I Ð
næsta árs. Miðað við síðasta
skráða gengi á bréfum Tanga í
Kauphöll Íslands má ætla að
verðmæti hlutar Vopnafjarðar-
hrepps, Skipshólma og Spari-
sjóðabankans, sem kaupskylda
Vopnafjarðarhrepps hvílir á, nemi
um 660 milljónum króna.
Þá má ekki gleyma því að
Vopnafjarðarhreppur á hlut í
Bjarnarey ehf., sem er stærsti ein-
staki hluthafinn í Tanga hf., með
um 23% hlut. Aðrir eigendur
Bjarnareyjar eru Tangi hf., Bílar-
og vélar hf. á Vopnafirði, Mælifell
ehf. á Vopnafirði og Kaupfélag
Vopnfirðinga.
Vilhjálmur segir að miklar og
tíðar breytingar í eignarhaldi séu
ekki æskilegar fyrir hvaða fyrir-
tæki sem er. „Það er vissulega erf-
iðara fyrir stjórnendur og starfs-
menn að einbeita sér að verkefn-
um dagsins þegar slíkt umrót í
eignarhaldi á sér stað,“ segir Vil-
hjálmur.
HB-Grandi inn í Tanga hf.?
Stærri sjávarútvegsfyrirtæki hafa
fylgst náið með rekstri Tanga.
Meðal annars hefur HB-Grandi
hf. skoðað þar aðstæður, en ekki
liggur enn fyrir hvort félagið
mun koma inn í Tanga hf. Ef það
hins vegar gerist er ljóst að for-
ráðamenn HB-Granda væru að
tryggja sér ákveðna stöðu varð-
andi uppsjávarvinnslu, en mikið
óhagræði er fyrir skip félagsins að
sigla með afla sinn af kolmunna-
og loðnumiðunum fyrir norðaust-
an og austan land alla leið suður á
Akranes. Vilhjálmur staðfestir að
þessar þreifingar hafi átt sér stað,
en meira sé ekki að segja um mál-
ið að svo stöddu.
Kolmunninn setur strik í
reikninginn
Vilhjálmur telur að áfram verði
fylgt þeirri stefnu sem fyrirtækið
hafi mótað í bolfiskvinnslunni,
„en miðað við verkefnastöðu fé-
lagsins í uppsjávarvinnslu er ljóst
að það þarf að styrkja hana betur.
Við þurfum auknar veiðiheimildir
í uppsjávarfiski, en það er hins
vegar ljóst að þær liggja ekki á
lausu.“
Vilhjálmur segir að á síðustu
misserum hafi rekstur Tanga hf.
verið að styrkjast. „Reksturinn
hefur verið að skila stöðugt meira
af sér í framlegð fyrir afskriftir og
fjármagnskostnað í samanburði
við önnur félög í sjávarútvegi,
þannig að við erum á réttri leið.
Það er hins vegar ljóst að næsta
uppgjör verður ekki eins og vonir
stóðu til og það sama gildir vænt-
anlega um önnur fyrirtæki sem
hafa stundað kolmunnaveiðar í
sumar, enda gengu þær ekki eins
vel og menn gerðu sér vonir um.“
Ekki á leið út úr Kauphöllinni
Tangi hf. er eitt fárra sjávarút-
vegsfyrirtækja sem eftir er í
Kauphöll Íslands. Vilhjálmur
segir aldrei hafa komið til tals að
taka fyrirtækið af markaði, þó svo
að lítil sem engin viðskipti séu
með hlutabréf þess.“Við vonumst
til þess að við getum gert hluta-
bréf félagsins að þeirri verslunar-
vöru sem vonir stóðu til þegar
það var á sínum tíma sett á mark-
að. Með því að fara út af markaði
værum við í raun að viðurkenna
að okkur hafi ekki tekist að gera
bréf félagsins að ákjósanlegum
fjárfestingarkosti og jafnframt
yrðu hluthafar læstir með sitt
hlutafé inni í félaginu. Þar fyrir
utan er það vissulega ákveðin
hvatning og gerir kröfur til okkar
sem stjórnum félaginu að vera
með það á hlutabréfamarkaði,“
segir Vilhjálmur Vilhjálmsson.
Vilhjálmur Vilhjálmsson: Við tókum um það ákvörðun að vinna fisk í flug, sem hefur verið vaxandi spurn eftir.
Vitanlega er flutningskostnaðurinn umtalsverður, en það kostaði líka sitt að fá hingað rússafisk til vinnslu.