Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 17

Ægir - 01.09.2004, Blaðsíða 17
17 N O R Ð AU S T U R H O R N I Ð inn í verksmiðjuna í desember og janúar, þar sem nótaveiði er oft erfið á þessum mánuðum. Í það heila má segja að með þessu nýja skipi getum við aukið verðmæti úr þeim kvóta sem við höfum yfir að ráða í dag,“ segir Magnús. Hitt skip Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, sem nú er í rekstri, er Þorsteinn ÞH-360. „Hann er nú á síldveiðum í Síldarsmugunni og er aflinn flakaður og frystur um borð. Í sumar var síldarafurðum skipað beint yfir í flutningsskip á Svalbarðasvæðinu, sem skilaði annars vegar lægri olíukostnaði útgerðar og hins vegar stóraukn- um afla en annars hefði verið ef landa hefði þurft aflanum á Ís- landi, þar sem löndunarbann var í Noregi í sumar. Gert er ráð fyrir að skipið verði á síld á heimamið- um fram að áramótum. Eftir ára- mótin fer Þorsteinn síðan í að frysta loðnu eins og á síðustu ver- tíð. Þessi frysting gekk mjög vel, en menn þurfa að ná betri tökum á Japansfrystingunni,“ segir Magnús. Hraðfrystistöðin hefur yfir að ráða um 1000 tonna þorskígildis- kvóta í bolfiski, en sá kvóti hefur bæði verið leigður og honum ver- ið skipt út fyrir aflaheimildir í uppsjávartegundum. Þó bendir Magnús á að möguleikar séu til þess að Þorsteinn veiði hluta af bolfiskinum. Sérhæft fyrirtæki „Það má vissulega segja að Hrað- frystistöð Þórshafnar sé í dag sér- hæft fyrirtæki í uppsjávarveiðum og -vinnslu. Og með kaupum á Júpiter ÞH-363 erum við að styrkja fyrirtækið enn frekar á þessu sviði. Það er mikilvægt fyr- ir verksmiðjuna okkar, sem er mjög vel búin og hefur mikla af- kastagetu, að fá aukið hráefni og ef ekki verður samið um skipt- ingu kolmunnakvótans þá opnast þar aukin tækifæri en H.Þ. á núna 2% af aflahlutdeild i kolmunna.“ Magnús neitar því ekki að ákveðinn veikleiki sé í því fólginn að hafa fyrirtækið svo sérhæft sem raun ber vitni. „Veikleikinn felst fyrst og fremst í því ef t.d. loðnu- vertíðin bregst,“ segir Magnús án umhugsunar. Hið nýja skip Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, Júpiter ÞH-363, kom til heimahafnar 28. september sl. Þessi mynd var tekin við það tækifæri. Magnús H. Helgason er Aust- firðingur, fæddur og uppalinn á Reyðarfirði. Á unglingsárunum starfaði hann í frystihúsinu á staðnum. Hann sótti sér mennt- un í Fiskvinnsluskólanum og starfaði fyrst sem verkstjóri hjá Búlandstindi á Djúpavogi árið 1980. Magnús kom fyrst til starfa á Þórshöfn sem verkstjóri árið 1981. Árið 1983 var hann í nokkra mánuði hjá Útveri á Bakkafirði. Kom síðan aftur til Þórshafnar og starfaði hjá Hrað- frystistöðinni sem verkstjóri, skrifstofumaður og útgerðar- stjóri Stakfellsins allt til ársins 1995 þegar hann flutti norður í Eyjafjörð og tók að sér að stýra fiskvinnslu KEA í Hrísey. Árið 1996 keypti KEA Gunnarstind á Stöðvarfirði og Magnús fór í kjölfarið austur á Stöðvarfjörð. Síðar kom Samherji hf. að þeim rekstri árið 2000. Eftir að Jó- hann A. Jónsson lét af starfi framkvæmdastjóra Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar í árslok 2001 tók Magnús jafnframt að sér að stýra Hraðfrystistöðinni. Í tvö ár stýrði hann því bæði Hrað- frystistöð Þórshafnar og bolfisk- vinnslu Samherja á Stöðvarfirði og var því oft á ferðinni á milli staðanna. Í ágúst 2003 hætti Magnús á Stöðvarfirði og hefur síðan einbeitt sér að fram- kvæmdastjórn Hraðfrystistöðv- ar Þórshafnar. Með víðtæka reynslu Magnús H. Helgason.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.