Ægir - 01.11.2004, Síða 54
54
S Ö F N
„Það er óhætt að segja að báta-
húsið hafi gjörbreytt okkar
aðstöðu. Safnið er stærra og meira
en áður hefur verið gert í sjó-
minjavörslu á Íslandi og mér sýn-
ist að miðað við sýningarrými sé
Síldarminjasafnið eitt þriggja
stærstu safna á landinu,“ segir
Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri.
Næg verkefni næstu árin
Örlygur segir að með vígslu báta-
hússins sl. sumar hafi stórum
áfanga verið náð í uppbyggingu
Síldarminjasafnsins. Með því hafi
í raun lokið þeirri uppbyggingu
sem lagt var af stað með á sínum
tíma. Hins vegar væri gaman að
geta haldið áfram. Ágætt rými sé
á safnlóðinni til þess að bæta þar
við húsi eða húsum. Örlygur
nefndi að Síldarminjasafnið ætti
gamalt íbúðarhús á Eyrinni á
Siglufirði, sem áhugavert væri að
flytja á lóð safnsins, en það ber yf-
irbragð síldaráranna. Í því er hús-
búnaður frá þessum tíma svo og
vísir að vélsmiðju. „Verkefnin
erum næg hér næstu árin, en þau
ráðast fyrst og fremst af þeim
fjármunum sem við höfum yfir að
ráða,“ segir Örlygur og tekur
fram að bæði ríki og Siglufjarðar-
bæ hafi sýnt uppbyggingu Síld-
arminjasafnsins ómetanlegan
skilning svo og fjölmörg fyrir-
tæki, félagasamtök og einstak-
lingar, svo einhverjir séu nefndir.
Góð aðstaða til ráðstefnu-
og fundarhalda
Á efri hæð forskála bátahússins
hefur verið útbúin aðstaða þar
sem í framtíðinni verður aðstaða
fyrir safngesti til að skoða kvik-
myndir, bækur o.fl. Einnig er
þarna prýðileg aðstaða til fundar-
halda og ráðstefnuhalds. Far-
manna- og fiskimannasambandið
hélt fyrsta fundinn í þessum sal-
arkynnum undir lok nóvember og
lauk miklu lofsorði á aðstöðuna.
Síðan var efnt til veislu í bátahús-
inu, á bryggjunni inni á milli
síldarbátanna. Umgjörð við hæfi.
Stærsta árið í sögu Síldarminjasafnsins á Siglufirði til þessa:
Aðsóknarsprenging
Árið 2004 verður ritað með stóru letri í sögu Síldarminjasafnsins á
Siglufirði. Þetta var árið sem bátahúsið var tekið í notkun, árið sem
minnst var 100 ára afmælis síldarævintýrisins á Siglufirði og síðast en
ekki síst árið sem safnið hlaut Evrópu safnaverðlaunin á sviði iðnaðar
og tækni. Aðsóknina á safninu í ár má líkja við sprengingu. Gestirnir
verða um áramót sem næst 14 þúsund, en hafa að jafnaði verið 6-7
þúsnd á ári undanfarin ár.
Týr SK 33 fullbúinn til síldveiða á árunum kringum 1950. Háfurinn hangir í bómunni,
siglingaljós, vantar og stög eins og þá tíðkaðist - tveir snurpunótabátar á síðunni
með nótina um borð og allan eðlilegan búnað. Týr var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1946,
einn af nýsköpunarbátunum í raðsmíðaverkefni á vegum nýsköpunarstjórnarinnar. Hét
fyrst Skrúður í u.þ.b. eitt ár, svo Hrafn í stuttan tíma og loks Týr, lengi gerður út frá
Ólafsvík og síðast í ein 25 ár frá Sauðárkróki. Skipið stundaði margvíslegar veiðar á
sinni tíð og þar á meðal síldaveiðar með svipuðum hætti og hann er nú búinn til.
Mynd: Steingrímur Kristinsson.
Draupnir EA 70 búinn með reknetum til
síldveiða. Draupnir var smíðaður úti á
túni á Hauganesi við Eyjafjörð 1954 af
öldruðum manni, Sigfúsi Þorsteinssyni
og fór smíðin fram án rafmagnstækja
eða teikninga en allt unnið af kunnáttu
og hagleik. Miðað við tíma og aðstæður
má ætla að þarna sé eitt síðasta skipið
sem smíðað var með gamla hákarla-
skipalaginu á Íslandi. Síðar var Draupnir
gerður út frá Þórshöfn undir sama nafi
og loks frá Vestmannaeyjum og hét þá
Kristín VE 40.
Mynd: Steingrímur Kristinsson.
Safnahúsaþyrpingin á lóð
Síldarminjasafnsins er orðin
verulega glæsileg.
aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:41 Page 54