Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2009, Qupperneq 25

Ægir - 01.04.2009, Qupperneq 25
25 U M H V E R F I S M Á L náttúrunni þó það hafi verið bannað í um 30 ár. Sem sýnir hversu lengi svona efni eru að brotna niður í náttúrunni. Annar efnahópur sem ég mældi voru svokölluð eld- varnarefni sem er að finna á öllum heimilum í t.d. sjón- vörpum, tölvubúnaði, bílum og þannig mætti áfram telja. Þau sáust greinilega í mæling- unum og eru dæmi um efna- flokk sem þegar er byrjað að banna í framleiðslu einmitt til þess að koma í veg fyrir að þau berist í verulegu magni út í lífríkið. Rannsóknir sem þessar eru þannig mikilvægur þáttur í að upplýsa stjórnvöld þannig að hægt sé að hafa áhrif á notkun efnanna í iðn- aðarframleiðslunni,“ segir Hrönn. Þriðji efnahópurinn sem Hrönn horfði sérstaklega eftir er notaður í framleiðslu á efn- um eins og goretex og tefl- oni, þ.e. flúorinnihaldandi efni sem hrinda bæði frá sér vatni og óhreinindum. „Þetta eru gífurlega þrávirk efni sem geta verið skaðleg fyrir lífríki og menn og eru mjög lengi að brotna niður í náttúrunni. Þau er að finna hér í náttúr- unni og því meira af þeim eftir því sem kemur ofar í fæðukeðjunni þar sem þau hafa safnast saman.“ Loftmengun frá öðrum löndum Sú spurning vaknar hvort haf- straumar séu ráðandi þáttur í því að mengandi efni berist af manna völdum út í íslenska náttúru. Með öðrum orðum hvort mengunin sé fyrst og fremst komin með straumum frá öðrum löndum eða hvort Íslendingar beri sjálfir mesta ábyrgð á menguninni. „Til að svara þessu nákvæmlega þarf miklu umfangsmeiri rann- sóknir en þessa en það er staðreynd að sum af þessum efnum eru að berast til okkar með loftstraumum, til dæmis mengandi efni sem við vitum að eiga uppruna sinn í Bandaríkjunum. En þau efni sem ég var að rannsaka hafa fyrst og fremst borist til okkar með loftstraumum. Það segir okkur að við getum ekki hér á landi talað á þann hátt að við búum í hreinu landi sem sé ónæmt fyrir loftmengun í heiminum því það erum við að sjálfsögðu ekki. Önnur efni notum við sjálf, eins og t.d. eldvarnarefnin sem eru í raftækjum á heimilum okkar eins og annars staðar í heim- inum. En hvað varðar mengun hér heima og mismunandi styrkleika milli landsvæða þá gefur auga leið að við sjáum mun eftir því hvort um er að ræða höfuðborgarsvæðið eða til dæmis hálendið, svo dæmi séu tekin. En hvað varðar loftmengun frá t.d. Evrópu þá tel ég að ekki sé munur á áhrifum hennar eftir því hvar á landinu styrkleiki er mæld- ur,” segir Hrönn. Olíuleitin kallar á umhverfis- vöktun Aðspurð segist Hrönn telja að almenn umhverfisvöktun þurfi að verða meiri hér á landi í framtíðinni þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt og betur með áhrifum af fram- kvæmdaverkefnum og þróun byggðar. Hún tekur olíuleit á Drekasvæðinu sem dæmi og segir það verkefni kalla á að setja þurfi á fót vöktunarkerfi samhliða rannsóknum og væntanlegri olíuleit á svæð- inu. „Niðurstaðan af rannsókn minni er fyrst og fremst sú að full þörf sé á frekari rann- sóknum og vöktun, bæði til að auka vitneskju okkar um mengun í náttúrunni og til að geta haft áhrif á þróunina,” segir Hrönn Ólína Jörunds- dóttir, efnafræðingur hjá Mat- ís. Hrönn Óína Jörundsdóttir. Eldvarnarefni í langvíueggjum frá Norður-Atlandshafi. Styrkur efnanna er mestur í íslenskum eggjum en minnkar eftir því sem austar dregur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.