Ægir - 01.04.2009, Page 26
26
V I Ð T A L
Fyrningarleið í sjávarútvegi er
eitt af málum málanna í þjóð-
félagsumræðunni nú um
stundir, að minnsta kosti í
sjávarútveginum og umhverfis
hann. Báðir ríkisstjórnarflokk-
arnir höfðu fyrningu afla-
heimilda á stefnuskrám sínum
fyrir kosningar í vor og
stungu klausu um fyrningar-
áform sín inn í sáttmála nýrrar
ríkisstjórnar. Það voru hins
vegar ekki Samfylkingin og
vinstri-grænir sem stuðluðu
að því að gera fyrningarleið-
ina að því umræðuefni sem
hún er orðin í samfélaginu
heldur Binni í Vinnslustöð-
inni. Hann tók sig nefnilega
til og lagði útreikninga og
upplýsingar á hið opinbera
fréttaborð nokkru fyrir kosn-
ingar þar sem greind var fjár-
hagsleg staða sjávarútvegsfyr-
irtækja í smáum atriðum og
stórum og áhrif fyrningarleið-
arinnar á reksturinn, ef af
yrði. Binni hafði sökkt sér
niður í ársreikninga 15-18
stærstu fyrirtækjanna í sjávar-
útvegi frá árunum 2001-2007
og fékk til viðbótar trúnaðar-
upplýsingar frá sömu fyrir-
tækjum til að skerpa mynd-
ina. Síðar bætti hann við árs-
reikningum fleiri félaga fyrir
árið 2007 og var þá kominn
með úrtak 40 fyrirtækja sem
ráða yfir um 80% aflaheimila
við landið. Úrtakið endur-
speglar með öðrum orðum
atvinnugreinina í heild sinni
og í ljós kom að minni fyrir-
tækin eru að jafnaði skuldugri
en stærstu fyrirtækin. Það
stafar af kaupum þessara fyr-
irtækja á aflaheimildum í
þorski til að vega upp á móti
áhrifum skerðingar heildar-
afla. Þau voru líka að kaupa
til baka skerðingu á aflaheim-
ildum vegna sértækra úthlut-
ana ríkisstjórna til svokallaðra
byggðatengdra verkefna, svo
sem byggðakvóta, línuíviln-
unar, sóknarmarks smábáta
og annarra sértækra aðgerða.
Þessi fyrirtæki í minni byggð-
arlögum urðu þannig beinlín-
is fyrir barðinu á byggða-
tengdum stjórnvaldsaðgerðum
sem ætlað var að styrkja hinar
minni byggðir en leiddu hins
vegar til þess að staða þeirra
veiktist! Allt þetta og miklu
fleira má lesa út úr öllu upp-
Útvegsbóndi
gerist þjóðhagsstofnun
Fiskur unninn í einni af mörg-
um tæknivæddum fisk-
vinnslum hér á landi.
„Ég gat ekki látið kyrrt liggja heldur vildi ég gera
það sem ég gæti til að koma í veg fyrir að sjávarút-
vegsfyrirtækjum yrði stútað í stórum stíl, eins og
væri nú ekki nóg komið þegar þremur bönkum var
stútað hér á einni viku.“