Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 136
294
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Einhvern veginn finnst mér, að Jó-
hannes hefði getað gert þessa búk miklu
dramatískari, getað túlkað betur örlög
þeirra, sem neyddust til að fara, málað
baksviðið skýrar. Hvað knúði fólkið
burt? Voru það barðindin eingöngu,
eða voru það veilur í efnahags- og at-
vinnulífinu? Einnig finnst mér vanta
viðhorf þeirra, sem treysta á landið og
þraukuðu, viðhorf, sem kemur svo skýrt
fram hjá Guðmundi Friðjónssyni í Bréfi
til vinar míns. Þegar Vesturheimsferðir
stóðu sem hæst og árið, sem ekkert sum-
ar kom á Norðurlandi, stofnuðu Norð-
lendingar þó bændaskóla á Hóluni. Jæja,
það er vandlifað. Það hefur löngum ver-
ið deilt á Jóhannes fyrir of áberandi
tendens (sögumið) í skáldsögum sínum,
og nú væni ég hann unt skort á tendens.
En máski er Ófeigur grallari, aðalper-
sónan í Dauðsmannsey, eins og hann á
að vera þrátt fyrir allt sitt kvennafar.
Hann er náttúrubarnið, hinn óhreytti al-
þýðumaður, sem reynir að lyfta sér upp
úr basli hversdagslífsins með tóbaki,
brennivíni og kvenfólki. Og í bjástri
lians með eilífðarvélina birtist hin fálm-
kennda þrá um bætt lífsskilyrði. Sigur-
fljóð kona hans er hinn trausti lífs-
förunautur, sem heldur ótrauð leið sína
gegnum lífið og tekur hverju, sem að
höndum ber með jafnmiklu jafnaðar-
geði, jafnvel kvennafari bónda síns.
Þessi skapgerð hennar kemur þó enn
skýrar fram í seinni bókinni.
Að öllu samanlögðu finnst mér Sigl-
ingin mikla betri en Dauðsmannsey, og
þar keniur ýmislegt fram, sem eg sakna
úr fyrri bókinni. Sagan gerist öll á leið-
inni til Ameríku, hefst í Sauðavíkur-
kauptúni, heldur áfram með Ilrossa-
brestinum til Skotlands og Sáttmálsörk-
inni frá Skotlandi til Kvíbekk og lýkur
nteð komu þess skips þangað. Persón-
urnar eru margar þær sömu og í fyrstu
bókinni, en ýmsar nýjar bætast við. Það
gerist ekki margt, en engu að síður bíð-
um við þess með eftirvæntingu, hverju
fram vindur. Böm og gamalmenni deyja
og börn fæðast. Lífið heldur áfram rás
sinni með öllu sínu margvíslega bjástri,
endurtekningum og endurnýjun. Það
skiptast á skin og skúrir, sjóveiki og sól-
skinsskap. „Sé nokkuð ódrepandi er það
góðleiki manneskjunnar, þessi sígildi
hæfileiki að elska heiminn að nýju jafn-
skjótt og hann slakar eitthvað á harð-
neskjunni. Eins og ekkert hafi í skorizt
klórar það (fólkið) spýjuna úr sjald-
hafnarflíkum sínum og er aftur tilbúið
að nema land hvar í heiminum sem
vera skal.“
Ófeigur grallari er orðinn öllu skap-
legri í þessari hók. Hann er orðinn frá-
hverfur kvenfólki, en í þess stað togast
á í honum félagshyggjumaðurinn, sem
finnur, að hann er einn úr hópnum, og
einstaklingshyggjumaðurinn, snillingur-
inn, ofurmennið, sem langar til að rífa
sig upp úr niðurlægingunni frá „pöp-
ulnum“, fara með eilífðarvélina sína til
Síkakó að tilvísan dr. Stefáns Ritur-
Skagalín og gerast þar auðugur maður.
Einstaklingshyggjumaðurinn er oftast
efst í Ófeigi. „Ófeigur Snorrason hefur
alla sína hundstíð og kattarævi orðið að
standa einn þegar mikið hefur legið við
— aleinn. Hann hefur aldrei átt neitt
land og aldrei neina þjóð. Island hefur
alltaf verið á móti honum; þessi snjó-
kista sem drap fyrir honum skepnurnar
á hverju ári. Og íslendingar liafa alltaf
verið á móti honum; þessir trédrumbar
sein sýknt og heilagt reyndu að stela af
honum partinum.“ Einstaka sinnum
finnur hann þó, að „öll þessi vonlausa