Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.2013, Qupperneq 21

Ægir - 01.09.2013, Qupperneq 21
21 „Óli var með okkur um tíma og síðan kom annar fé- lagi í hans stað, Gissur Krist- jánsson. Hann átti net og samningurinn var þannig að hann yrði háseti á bátnum og fengi sleppurnar sem kæmu í hans net. Þegar leið á vertíð- ina fór Óli að tala um að fá eitthvað borgað en við sögð- um strax að það þýddi ekkert að tala um slíkt, hann yrði að koma með reikning. Og það gerði Óli en ekki bara einn reikning heldur tvo, annan stílaðan á mig og hinn á Ara. Þetta tókum við ekki í mál, hentum öðrum reikningum og vorum svo tregir til að borga hinn. Hásetinn hefði ekki staðið sína pligt út ver- tíðina og svo væri afkoman á þessu ekki góð. Við vorum nefnilega nokkuð fljótir að læra útgerðarmannatungu- málið; að bera sig svolítið illa yfir afkomunnni og svona. Svo fór að mæðurnar voru farnar að blanda sér í þessa launadeilu en allt leystist far- sællega á endanum. Að minnsta kosti höfum við Óli ætíð síðan verið góðir fé- lagar,“ segir Sigurður og hlær dátt. Urðu einu sinni hræddir Á vertíðinni 1973 hélt skip- stjórinn Sigurður nokkuð ná- kvæma afla- og dagbók, færði til bókar upplýsingar um róðrana og aflann, veður og það helsta sem útgerðinni viðkom. Bókina á hann enn þann dag í dag og einnig innleggsnótur úr Kaupfélag- inu. Afladagbókin segir svo frá að innlögð hrogn hjá þeim félögum árið 1973 voru 135,5 kíló á tveimur mánuð- um, apríl og maí. Ekki telur Sigurður að þeir hafi orðið stórríkir af útgerðinni en ein- hverjar krónur gaf þetta bras þó í aðra hönd. Afladagbókin sýnir, líkt og áður er sagt, að þeir félagar réru oftast strax eftir skóla á daginn og stundum var kom- ið nær kvöldmat þegar þeir skiluðu sér heim. Frídagarnir í skólanum voru vel nýttir og jafnvel var róið á grásleppu- miðin kl. 9 á páskadagsmorg- un. Seint verða þeir sakaðir um að hafa ekki sinnt útgerð- inni af alúð og samviskusemi! „Við vorum einu sinni svo- lítið hræddir,“ svarar Sigurður þeirri spurningu hvort þeir hafi aldrei verið í hættu. „Það var stundum svolítið stíf sunnanátt á heimleiðinni og oftar en ekki tóku trillukarl- arnir okkur í tog þegar þeir voru á heimleið. Einu sinni man ég að okkur leist ekki á blikuna, kominn svo mikill sunnanvindur að við höfðum okkur ekki á móti vindinum. Við ákváðum þá að stefna bátnum upp í fjöru en þá kom einn af trillukörlunum og bjargaði málunum,“ segir Sigurður en jafnan var það þannig að ungu útgerðar- mennirnir tveir sátu undir sitt hvorri árinni en hásetinn sat svo fyrir framan þá og lagðist á árarnar með þeim. Sigurður Óli Kristjánsson við Dalvíkurhöfn og með skúrana á bak við sig þar sem trillukarlarnir höfðu forðum aðstöðu og hafa sumir enn. Höfnin var leikvöllur barnanna í plássinu á uppvaxtarárum hans og spennandi að fylgjast með bátunum og trillukörlunum í skúrunum. Æ G I S V I Ð T A L I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.