Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2013, Page 43

Ægir - 01.09.2013, Page 43
43 F I S K V I N N S L U T Æ K N I Valka ehf. er hátæknifyrirtæki sem hefur vakið athygli fyrir nýstárlegar lausnir fyrir hvít- fiskvinnslu. 19 manns starfa hjá Völku sem er með höfuð- stöðvar í Víkurhvarfi í Kópa- vogi. Fyrirtækið kynnti á Sjáv- arútvegsráðstefnunni í síð- asta mánuði athyglisverða þróun í vélbúnaði sem hreins- ar bein úr flökum á grundvelli röntgentækni sem greinir beinin og sker flökin í bita með vatnsskurði. Þessi tækni er nú þegar í notkun hjá HB Granda í Reykjavík og á Akra- nesi og fleiri fyrirtæki hafa keypt þennan nýja vinnslubún- að sem hefur fengið lofsam- legar móttökur. Búnaðurinn stuðlar að meiri afköstum á hráefni, betri nýtingu, meiri gæðum og minni yfirvigt við pökkun. „Því hefur verið haldið fram að vélin okkar sé stærsta tæknibreytingin fyrir fiskvinnsluna í um 40 ár, eða frá því flæðilínurnar komu fram á sjónarsviðið,“ segir Helgi Hjálmarsson, fram- Hér má sjá vatnsskurð á þorskflaki sem með röntgentækninni er nákvæmari en mannshöndin ræður við.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.