Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vera hverjum norrænum manni undr- unarefni hvílíkum kynstrum tékknesk- ir lesendur hafa torgað af norður- landalesmáli. Sá nafnkunnur norður- landahöfundur er varla til, sem þeir hafi ekki þýtt, auk margra lítt kunnra eða ekki, sumra jafnvel ekki sérlega merkilegra að því er okkur þykir. Þeir hafa einnig þýtt þá frægðarhöf- unda íslenska flesta, sem ritað hafa bækur sínar á erlendum túngum, svo sem þeir Guðmundur Kamban, Gunn- ar Gunnarsson, Kristmann Guð- mundsson og Jón Sveinsson. Af gömlum kunníngj um mínum og jafnöldrum sem altaf eru jafnforvitn- ir um norræn efni skal ég nefna dr. Bretislav Mencák, sem leingi var mentamálafulltrúi við tékknesku sendisveitina í Stokkhólmi. Hann er rétt vel stautfær á íslendíngasögur og hefur verið að reyna við Eddu á síð- ustu árum. En það er ekki til í landinu nema eitt nothæft eintak íslenskrar orðabókar, nefnilega blöndal háskóla- bókasafnsins í Prag, og þángað verða menn að fara í pílagrímsferð þurfi þeir að brjótast frammúr íslenskum texta. Úngan mentamann einn hitti ég, og fékk sá orð fyrir að vera mikið inní öllu íslensku, og hafði látið á prent eftir sig eitthvað um íslenskar bækur; en þegar ég fór að veiða upp- úr honum, þá reyndist hann aðeins hafa lesið eina bók um íslensk fræði, danskt kver eftir Bjarna Gíslason, en auk þess stuttort bókatal, að því er mér skildist, eftir Guðmund Kamban. Það er víst lítið gert af hálfu íslenska ríkisins til þess að kynna íslenska menníngu á þeim stöðum í útlöndum sem máli skiftir, aðeins sendir út hlægilegir skrumpésar í sápuauglýs- íngastíl til að koma því inn hjá fólki hve hér sé gott ferðaland; þennan boðskap rekst maður stundum á í er- lendum skrifstofum, sem hafa eitt- hvert umboð fyrir Island, og vinnur hann vitaskuld öfugt við tilgáng sinn hjá þeim veslíngsmönnum útlendum sem eru nógu einfaldir til að trúa hon- um og gera híngað ferð sína. Best gæti ég trúað því að í þeirri álfu heims sem við heyrum til, séu þó nokkur lönd, og margar stórborgir, þar sem ekki sé einusinni til eintak af íslenskri orðabók eða málfræði á bókasöfnum, þó einhver þarlandsmaður vildi leggja sig niður við að nema þetta fornfræga menníngarmál. Sá sem hefði verið lítillega kunnug- ur hér í Tékkóslóvakíu áður en stjórn- argrundvelli var breytt í landinu, úr frjálslyndu auðvaldsríki í sósíalista- ríki, mundi ekki sjá ýkjamikil um- merki þessarar breytíngar á yfirborð- inu. Þó má sjá verksmiðjubæi vera að rísa þar sem vatnsmagn er fyrir hendi að framleiða rafmagn, en áður var lafað við bú einvörðúngu; þetta á ekki hvað síst við um Slóvakíu. Iðnaðar- bæir sem áður voru heldur sneyðileg- ir hafa verið endurreistir, en alstaðar með yfirlætislausri, altaðþví snubb- 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.