Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Blaðsíða 20
TIMAKIT MALS OG MENNINGAR
sliku, en sú frægðarstétt sem þar
hafði áður haft af gæðum lífs að
segja gerhorfin sýnum.
Slíkur sj ónarmunur hefur ekki orð-
ið í Tékkóslóvakíu. Sú manngerð sem
mætir auganu er hin sama og var í
borg og sveit áður en stjórnarkerfinu
var breytt. Okunnur maður sem ekki
væri að brjóta heilann um stjórnmál
mundi ekki sjá neinn verulegan mun
á daglegum háttum manna hér og í
landi þar sem nokkurnveginn frjáls-
legt auðvaldsskipulag væri ráðandi.
Þess verður hvergi vart að bersnauð,
lángsoltin og ómentuð undirstétt hafi
ruðst uppá yfirborðið og kastað útá
haug lilutfallslega fámennri auðstétt
og sérréttinda. Ekkert minnir hér á
mannkynssöguleg aldaskifti einsog
urðu þá er öreigalýður Rússlands tók
til að reisa þjóðfélag sitt af grunni á
nöktum klettum. Hér hefur aðeins há-
siðuð þjóð í iðnþróuðu landi tekið
upp sósíalisma af eðlilegum söguleg-
um rökum, eftilvill með hæpnum
stjórnskipulegum forsendum, en frið-
samlega. Helstir auðkýfíngar lands-
ins höfðu ýmist verið þýskættaðir
hitlerfasistar eða innlendir landsölu-
menn og hermángarar, og gert svo í
bæli sitt undir hernámi landsins, að
þeir urðu að gefa upp eignir sínar
sem glæpamenn í stríðslok, en sumir
flýðu land. Auðvaldsstefna í Tékkó-
slóvakíu átti í rauninni ekki annað
aktíf í stríðslok en stéttartilfinníngu
millistéttar sem geingið var af og
óljósar vonir hennar um að hún
mundi hefjast að nýu með guðshjálp
eða að minsta kosti fyrir ómagastyrk
frá auðvaldssinnum hinumegin á
hnettinum. En þetta var of veikt aktíf
til þess að það gæti staðið undir borg-
arastyrjöld gegn verklýðsstéttinni, og
í febrúar 1948 tóku stjórnmálaflokk-
ar verkalýðsins formlega og að fullu
í hendur sér þau völd sem auðvald
landsins var í raun og veru búið að
glutra niður.
Þar sem ég er á ferðalagi ytra gef
ég ekki mikið um fyrirmyndarsýníng-
ar eða forlátauppsetníngar þeirra
hluta sem verið gætu ef, ef, ef osfrv.
Slíkar sýníngar eru fremur hvöt til
heimaþjóðarinnar um að herða sig
en fróðleikur handa útlendíngum um
landsháttu. Ég hef í útlöndum mest
gaman af að sjá þá hluti sem tjá þver-
skurð mannlífis þar sem ég er stadd-
ur: venjulegt stræti í venjulegri borg,
venjulegan bæ í venjulegri sveit,
þjóðbrautirnar upp og ofan, þá staði
sem almenníngur sækir, algeingustu
húsakynni manna, vöru í búðum. Fyr-
irmyndarfyrirtæki eða forlátafram-
kvæmdir tjá fátt um þjóðlífið. Sömu-
leiðis er ég tregur til að lesa — og enn
tregari að fara sjálfur með — hag-
fræðiskýrslur, enda er með þeim
nokkurnveginn hægt að sanna eða af-
sanna hvað sem vera skal. Það tjóar
heldur ekki mikið að sýna mér marg-
brotnar verksmiðjur eða vélasam-
stæður og J>ylj a yfir mér tölvísi um
10