Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 21

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 21
MINNISKOMPA ÚK BÆIIKIMI OG SLÓVAKÍU afköst þeirra. Eu mér sýnist það vera nokkurnveginn normalt þjóðfélag þar sem hver venjulegur maður eða kona getur geingið inní næstu búð og keypt sér hvern venjulegan hlut sem menn þurfa á að halda í siðmentuðu þjóð- félagi fyrir þá penínga sem hann hef- ur í vasanum; eða skulum við segja: fyrir kaupið sitt. Það er lítið uppúr því leggjandi þó maður lesi tölvísi um frækileg afköst í skógerð í einhverju fandi, ef annarhver maður í landinu geingur berfættur sem sjá má í sum- um ágætustu skógerðarlöndum heims. Eða til að nefna annað dæmi: mont- sýníngar af framförum Reykjavíkur, einsog verið er að halda hér stundum, duga skamt meðan furðulegustu sí- gaunahverfi Evrópu, braggahverfin okkar, halda áfram að vera útlendíng- um sérkennilegri og minnisstæðari hlutir en annað sem ber fyrir augu þeirra í höfuðborg vorri. Ég fékk ekki betur séð en framboð á vöru sem útheimtist til venjulegs siðmentaðs nútímalífs væri mjög sóinasamlegt í Tékkóslóvakíu. Mestöll vara er af innlendum uppruna, yfir- leitt sélegur varníngur, vandaður að gerð, enda eru tékkar iðnaðarþjóð frá fornu fari, og býst ég við að fáir standi þeim á sporði í vinnubrögð- um. En bert verður af fátækt erlendr- ar vöru í landinu, að viðskiftastríð er háð gegn Tékkóslóvakíu af hinum iðnþróaðri auðvaldsrikjum. Þó held ég verslunarbindindi auðvaldsríkja við sósíalistaheiminn hafi horið hér minni árángur en í ýmsum öðrum sós- íalistalöndum þar sem ég hef komið, til dæmis mun minni en jafnvel í þjóð- ræðislýðveldinu þýska. Mér er sagt að iðnaðarvara Tékkóslóvakíu sé svo fullkomin, að það sé í rauninni ógern- íngur að bægja tékkum frá heimsversl- uninni til leingdar. Útgángur fólks í Tékkóslóvakíu er þokkalegur en í- burðarlaus, klæðaburður einsog ger- ist í vestrænum borgum, líkastur vín- artísku. Það vottar næstum aldrei fyr- ir sundurgerð, oflæti eða „glamour“. Þau heimili sem ég kom á hjá menta- mönnum, listamönnum, verkamönn- um og bændum, voru smekkleg og látlaus, víða drap í gegn einhverskon- ar hreinlegur en ekki að sama skapi listrænn bændastíll, húsgögn líðast dálítið á eftir tímanum í samanburði við það sem gerist í forustulöndum þeirrar iðngreinar, t. d. hjá dönum og svisslendíngum. Ég get ekki annað sagt en hótel hvar sem ég kom, bæði í stórum og smáum bæum, hafi verið til fyrirmyndar; á viku bílferð um Slóvakíu, hvert kvöld í nýum nætur- stað, lenti ég ekki nema einusinni á hóteli þar sem ekki væri baðherbergi áfast við svefnherbergið. Ég þóttist taka eftir því að víða væri snyrtileiki meiri og viðurgerníngur betri á hress- íngarhótelum verkamanna í fjarsveit- um en á hinu virðulega og fornfræga Palace hotel í Prag. Þeir sem vanir eru vínarmatreiðslu fella sig vel við 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.