Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mataræði hér; einsog víða er siður í Austurríki og Þýskalandi bera þeir fram soðkökur með kjötréttum: kned- likí, eða knödel einsog þjóðverjar segja, og er oft miklu í þær varið, en kjöt- og fisklendíngar eru af náttúr- unni smeykir við alla þá sterkju sem er í fæðu miðevrópumanna. Þessar þjóðir eiga bágt með að skilja sænska dömu, sem segir „man máste passa pá höfterna“, og bragðar hvorki kartöfl- ur, brauðmat né sykur. Mér sýnist al- menníngur láta meira í sig en hófi gegnir í þessum parti heimsins. Ég hafði ferðast allmikið um Bæ- heim áður, en altaf lángað að sjá Slóvakíu, og varð mér að þeirri ósk í fyrsta sinni nú. Ég hafði jafnan litið svo til að í hinum eystrum hlutum Miðevrópu ríkti allmikil fátækt meðal bænda, eitthvað í átt við það sem verið hefði í Rússlandi á undan byltíngu; ég bjóst við að leifar slíkrar fátæktar stýngi enn í augu. Almennur mynd- arskapur í sveitaþorpum Slóvakíu fór því mjög frammúr vonum mínum. Húsakynni eru að vísu ekki alténd mjög hátimbruð, en ég sá hvergi vond húsakynni, og alstaðar svo þokkaleg, að ég get ekki sagt að á þessari viku- ferð minni um Slóvakíu þvera og endilánga hafi nokkursstaðar borið fyrir augu mér vanhirt bóndahús eða niðurdrabbað. Ferðamanninum verð- ur ekki umfram all slarsýnt á reisu- leika húsanna, heldur menníngu og þokkalega umgeingni þeirra sem búa þar. OIlu er fallega við haldið, alt fallega litað, hvergi drasl umhverfis, hvergi haugur fyrir framan bæar- dyrnar einsog algeingt er t. d. í sveita- þorpum á Frakklandi. Borið saman við Evrópu upp og ofan mundi ég segja að myndarskapur hjá slóvakíu- bændum stæði ofar því sem gerist hjá bændum á Frakklandi og Pól- landi, Noregi, Júgóslavíu og Spáni, en töluvert undir meðallagi í Dan- mörku, Sviþjóð og nokkrum hluta Þýskalands. Ekki gat ég séð að véla- kostur kæmist í hálfkvisti við það sem er hjá bændum á íslandi, þar sem meira en annarhver bóndi hefur bíl eða annað vélknúið dráttartæki, eða hvorutveggja, enda mun slíkt eins- dæmi í heiminum, ekki síst með til- liti til hinna örsmáu búa sem eru al- geingust hjá okkur og hvergi ann- arsstaðar mundu bera vélakost. Ég sá í Slóvakíu enn notaða uxa til dráttar, en slíkt þekkist ekki leingur á Norður- löndum og hefur aldrei verið tíðkað á íslandi. Afturámóti geri ég ráð fyr- ir að þær vélar sem til eru í landi eins- og Slóvakíu séu betur nýttar en hjá okkur sem látum mörg dýrmæt tæki standa verklaus mestan hluta árs. Ef bændur á Islandi eru taldir kríngum 5000, þá samsvarar það meðlimatölu eins samyrkjubús í Ráðstjórnarríkj- um; og það er vitaskuld óhugsandi að eitt hú hafi vélar á við samanlagðan vélakost íslenskra bænda, enda mundi 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.