Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
mataræði hér; einsog víða er siður í
Austurríki og Þýskalandi bera þeir
fram soðkökur með kjötréttum: kned-
likí, eða knödel einsog þjóðverjar
segja, og er oft miklu í þær varið, en
kjöt- og fisklendíngar eru af náttúr-
unni smeykir við alla þá sterkju sem
er í fæðu miðevrópumanna. Þessar
þjóðir eiga bágt með að skilja sænska
dömu, sem segir „man máste passa pá
höfterna“, og bragðar hvorki kartöfl-
ur, brauðmat né sykur. Mér sýnist al-
menníngur láta meira í sig en hófi
gegnir í þessum parti heimsins.
Ég hafði ferðast allmikið um Bæ-
heim áður, en altaf lángað að sjá
Slóvakíu, og varð mér að þeirri ósk í
fyrsta sinni nú.
Ég hafði jafnan litið svo til að í
hinum eystrum hlutum Miðevrópu
ríkti allmikil fátækt meðal bænda,
eitthvað í átt við það sem verið hefði
í Rússlandi á undan byltíngu; ég
bjóst við að leifar slíkrar fátæktar
stýngi enn í augu. Almennur mynd-
arskapur í sveitaþorpum Slóvakíu fór
því mjög frammúr vonum mínum.
Húsakynni eru að vísu ekki alténd
mjög hátimbruð, en ég sá hvergi vond
húsakynni, og alstaðar svo þokkaleg,
að ég get ekki sagt að á þessari viku-
ferð minni um Slóvakíu þvera og
endilánga hafi nokkursstaðar borið
fyrir augu mér vanhirt bóndahús eða
niðurdrabbað. Ferðamanninum verð-
ur ekki umfram all slarsýnt á reisu-
leika húsanna, heldur menníngu og
þokkalega umgeingni þeirra sem búa
þar. OIlu er fallega við haldið, alt
fallega litað, hvergi drasl umhverfis,
hvergi haugur fyrir framan bæar-
dyrnar einsog algeingt er t. d. í sveita-
þorpum á Frakklandi. Borið saman
við Evrópu upp og ofan mundi ég
segja að myndarskapur hjá slóvakíu-
bændum stæði ofar því sem gerist
hjá bændum á Frakklandi og Pól-
landi, Noregi, Júgóslavíu og Spáni,
en töluvert undir meðallagi í Dan-
mörku, Sviþjóð og nokkrum hluta
Þýskalands. Ekki gat ég séð að véla-
kostur kæmist í hálfkvisti við það sem
er hjá bændum á íslandi, þar sem
meira en annarhver bóndi hefur bíl
eða annað vélknúið dráttartæki, eða
hvorutveggja, enda mun slíkt eins-
dæmi í heiminum, ekki síst með til-
liti til hinna örsmáu búa sem eru al-
geingust hjá okkur og hvergi ann-
arsstaðar mundu bera vélakost. Ég sá
í Slóvakíu enn notaða uxa til dráttar,
en slíkt þekkist ekki leingur á Norður-
löndum og hefur aldrei verið tíðkað
á íslandi. Afturámóti geri ég ráð fyr-
ir að þær vélar sem til eru í landi eins-
og Slóvakíu séu betur nýttar en hjá
okkur sem látum mörg dýrmæt tæki
standa verklaus mestan hluta árs. Ef
bændur á Islandi eru taldir kríngum
5000, þá samsvarar það meðlimatölu
eins samyrkjubús í Ráðstjórnarríkj-
um; og það er vitaskuld óhugsandi að
eitt hú hafi vélar á við samanlagðan
vélakost íslenskra bænda, enda mundi
12