Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Blaðsíða 25
MINNISKOMPA ÚR BÆHEIMI OG SLÓVAKÍU
sviði, einkum og sérílagi í þjóðlegum
óperum. Ég sá aungvan mann klædd-
an slíkum búníngi utan leiksviðs.
Auk hinna útsaumuðu búnínga eru
til leifar af bændalist ýmiskonar, sem
reynt er að ýta undir af opinberri
hálfu: útsaumaðir dúkar og léreft til
beimilisnotkunar, skrautmálverk fyrir
heimili og kirkjur, leirkerasmíð með
heimilisiðnaðarsniði, oft þeim mun
fegri sem hún er eldri, fegurst eftir
Habanfjölskylduna svissnesku, sem
barst til Slóvakíu snemma á 17. öld,
og í sambandi við kerasmíði leir-
myndagerð í smáu formi, málaðar
fígúrumyndir. Því miður er sumt af
þessu ofhaldið sveitalegri hrifníngu
af ljósmyndun næstliðinna hundrað
ára, og þó sumir listfróðir menn vilji
nefna alt sem tekur svip af Ijósmynd
raunsæisstefnu, hefur þessi leirlist því
miður ekki reynst nógu raunveruleg
né veigamikil til að skapa erfð af því
tagi sem elur listamann í fullri stærð;
ekki heldur keyrt æðri myndhöggv-
aralist nauðsynlegum spora, sem
mörg eru dæmi til að „frumstæð“ list
hafi gert. Afturámóti er Slóvakía full
af aðdáunarverðri byggíngarlist frá
fornum tíma, Bratislava hefur til að
bera svipaðan skærleika í barokkri
húsasmíð og stundum verður vart í
norrænum borgum, en tiltölulega laus
við hinn ýkta barocco syðri Evrópu.
í einni listgrein standa þessar þjóð-
ir, einkum bæheimsmenn, framar
öðrum í Evrópu, en það er í brúðu-
leiklist. Ég veit ekki af neinu landi,
öðru en Tékkóslóvakíu, þar sem
brúðuleikhús sé þjóðlist. í stórborg-
um landsins eru föst brúðuleikbús,
ígripalistamenn æfa brúðuleik í skól-
um og félögum, og fáar skemtanir eru
vinsælli til sveita. Vandað er til leik-
rita handa brúðuleikhúsi, stundum
gerðar heilar kvikmyndir af brúðu-
leik. Þetta er aðdáunarverð list. Or-
sök þess hve mjög brúðulist er tíðkuð
með tékkum er sú að meðan þeir voru
kúgaðir af erlendum ríkjum, sínu
sinni hverjum, þá var þeim bannað að
iðka sjónleiki á þjóðtúngu sinni, og
gripu þá til þess úrræðis að göfga
þennan þögla en þó skýrmælta tján-
íngarmiðil meðal sín. Þannig á þessi
listgrein þeirra upptök sín í þjóð-
frelsisbaráttu einsog svo margt gott
og göfugt í fari þjóða.
Meðal lista sem ég sá, runninna
beina leið úr ómeingaðri sveitahefð,
varð ég hrifnastur af verki 85 ára
gamallar bóndakonu sem feingin
hafði verið til að skreyta hluta af sal
einum í þjóðminjasafninu í Martin í
Slóvakíu. Þessi kona vann eftir aðferð
sem er jafnfjarri ljósmyndastælíngu
og rósamyndum. Þarna hafði gamla
konan tekið sér fyrir hendur að skrifa
alheiminn á loft og vegg í einu stofu-
horni einsog hann kom henni fyrir
sjónir. Hún útskýrði myndir sínar
munnlega á þennan hátt: Þegar ég
virði fyrir mér alheiminn, hvað sé ég
þá fyrst ? Ég sé sólina — og hana
15