Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 25
MINNISKOMPA ÚR BÆHEIMI OG SLÓVAKÍU sviði, einkum og sérílagi í þjóðlegum óperum. Ég sá aungvan mann klædd- an slíkum búníngi utan leiksviðs. Auk hinna útsaumuðu búnínga eru til leifar af bændalist ýmiskonar, sem reynt er að ýta undir af opinberri hálfu: útsaumaðir dúkar og léreft til beimilisnotkunar, skrautmálverk fyrir heimili og kirkjur, leirkerasmíð með heimilisiðnaðarsniði, oft þeim mun fegri sem hún er eldri, fegurst eftir Habanfjölskylduna svissnesku, sem barst til Slóvakíu snemma á 17. öld, og í sambandi við kerasmíði leir- myndagerð í smáu formi, málaðar fígúrumyndir. Því miður er sumt af þessu ofhaldið sveitalegri hrifníngu af ljósmyndun næstliðinna hundrað ára, og þó sumir listfróðir menn vilji nefna alt sem tekur svip af Ijósmynd raunsæisstefnu, hefur þessi leirlist því miður ekki reynst nógu raunveruleg né veigamikil til að skapa erfð af því tagi sem elur listamann í fullri stærð; ekki heldur keyrt æðri myndhöggv- aralist nauðsynlegum spora, sem mörg eru dæmi til að „frumstæð“ list hafi gert. Afturámóti er Slóvakía full af aðdáunarverðri byggíngarlist frá fornum tíma, Bratislava hefur til að bera svipaðan skærleika í barokkri húsasmíð og stundum verður vart í norrænum borgum, en tiltölulega laus við hinn ýkta barocco syðri Evrópu. í einni listgrein standa þessar þjóð- ir, einkum bæheimsmenn, framar öðrum í Evrópu, en það er í brúðu- leiklist. Ég veit ekki af neinu landi, öðru en Tékkóslóvakíu, þar sem brúðuleikhús sé þjóðlist. í stórborg- um landsins eru föst brúðuleikbús, ígripalistamenn æfa brúðuleik í skól- um og félögum, og fáar skemtanir eru vinsælli til sveita. Vandað er til leik- rita handa brúðuleikhúsi, stundum gerðar heilar kvikmyndir af brúðu- leik. Þetta er aðdáunarverð list. Or- sök þess hve mjög brúðulist er tíðkuð með tékkum er sú að meðan þeir voru kúgaðir af erlendum ríkjum, sínu sinni hverjum, þá var þeim bannað að iðka sjónleiki á þjóðtúngu sinni, og gripu þá til þess úrræðis að göfga þennan þögla en þó skýrmælta tján- íngarmiðil meðal sín. Þannig á þessi listgrein þeirra upptök sín í þjóð- frelsisbaráttu einsog svo margt gott og göfugt í fari þjóða. Meðal lista sem ég sá, runninna beina leið úr ómeingaðri sveitahefð, varð ég hrifnastur af verki 85 ára gamallar bóndakonu sem feingin hafði verið til að skreyta hluta af sal einum í þjóðminjasafninu í Martin í Slóvakíu. Þessi kona vann eftir aðferð sem er jafnfjarri ljósmyndastælíngu og rósamyndum. Þarna hafði gamla konan tekið sér fyrir hendur að skrifa alheiminn á loft og vegg í einu stofu- horni einsog hann kom henni fyrir sjónir. Hún útskýrði myndir sínar munnlega á þennan hátt: Þegar ég virði fyrir mér alheiminn, hvað sé ég þá fyrst ? Ég sé sólina — og hana 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.