Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 29
MINNISKOMPA ÚK BÆUEIMI OG SLÓVAKÍU
til Banska Bystríka, en sá bær kom
mjög við sögu landsins undir stríðs-
lok. Það var hér, litlu utar í dalnum,
að þýskir hernaðarsinnar smöluðu
saman þúsundi óvopnfærra manna í
framhjáleiðinni, og hraðmyrtu fólk
þetta á einni dagstund „öðrum sveit-
um Slóvakíu til viðvörunar“. Síðan
báru hernaðarsinnar líkin saman í
flekk á grundinni, og dreifðu yfir
þunnu lagi af mold, svo þunnu, að
því er sveitamönnum segist frá, að sjá
mátti moldarlagið iða fyrir fjörbrot-
um þeirra manna og kvenna sem sum-
ir hverjir höfðu ekki gefið upp önd-
ina eftir skothríðina. Þegar þýskir
hernaðarsinnar voru á bak og burt úr
landinu var hinu myrta fólki gerð
gröf þarna í skógarjaðrinum. Þar
liggur nú þessi dagsuppskera eins
flokks þýskra hemaðarsinna á skemti-
reisu um nágrannalönd Þýskalands.
Þessi staður heitir Kremnitska. Við
námum staðar og stigum útúr bílnum
og ég tók mynd af minníngarmerki
því sem sett hefur verið hinum látnu.
Margir voru á ferli vegna helgi dags-
ins og gerðu bæn sína á leiðunum og
þöktu þau með blómvöndum. Þar
voru í meðal tvær svartklæddar
sígaunakonur úr héraðinu, mæðgur,
og höfðu þýskir hernaðarsinnar drep-
ið allan ættstuðul þeirra eftir þeirri
reglu að allir sígaunar skyldu rétt-
dræpir sakir fátæktar sinnar og varn-
arleysis hvar sem þeir hittust fyrir í
þeim löndum þar sem þýskir hernað-
arsinnar áttu leið; en þessi fátæki
þjóðflokkur er á því auðþektur að
þeir hafa álfalykkju í hári og unna
mjög litklæðum. Við geingum í graf-
reitinn og mæltumst við á meðan á
því máli sem ég notaði við fylgdar-
menn mína, en það var einmitt þýska.
Og sem við ræðumst hér við, þá rís
þar af knébeð roskin sveitakona sem
var að gera bæn sína á leiði, og hafði
haft ávæníng af máli okkar. Þessi
kona snýr sér að okkur í tárum og
segir svo:
Hvers leita þjóðverjar hér? spyr
hún. Ég bið þeir verði héðan á brott.
Hér liggja tólf nánustu ættíngjar mín-
ir sem þeir hafa myrt. Hvað vilja þeir
meira af mér?
Ég hugsaði með mér, mikil er
ábyrgð þeirra manna sem með at-
kvæði sínu vilja efla þýska hernaðar-
sinna til nýrra æfintýra.
19