Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 33
ÆTLAR KONAN AÐ DEYJA Húsbóndinn, vesalings húsbóndi minn, var maður með rétt nef, líkast dálitlum planka, og nú er hann horfinn héðan til Ódáinsakurs, þar sem allt er svo beint að enginn gefur því gaum. Uglan vœlir ajlur og vekur DÝNAMENE. Æ uglurnar. Þessar uglur. Nú vöktu þær hana. DÝNAMENE. Æ! ég er lafmóð. Ég náði loks í skipið, en það þandi út vængina, brakaði hástöfum Dögg, Dögg! og flaug inn í sólina myndskreyttu stefni. DÓTÓ. En sú vitleysa, frú. DÝN. Dragðu frá tjöldin, Dótó. Færðu mér bygggrautinn. DÓTÓ. En við erum ekki heima, frú mín. Við erum í gröfinni. DÝN. Æ mig auma! Nú er ég búin að spilla vöku minni. Því valda svikul augnalok mín að ég sökk í djúp draumsins. DÓTÓ. En fyrst svo er, frú, gætuð þér ekki samrekkt honum á ný í draumi, frú mín? Var hann með skipinu? DÝN. Hann var skipið. DÓTÓ. Ó, það er annað mál. DÝN. Hann var skipið. Og þilfarið drifhvítt, Dótó, hreint og fágað. Stafninn var strangur á svipinn og skuturinn stórlátur, grannur frá borði til borðs. Hittir þú mann með svo háar siglur, Dótó, gefðu honum allt þitt líf. Líkan stafnsins bar hans eigin ásýnd, rólega og bjarta, og örlítið þang niðr’á ennið. Ó Virilíus, enn finn ég kjölfar þitt innst í sál mér. Þú skarst spegilbjart hafið með demantskili. Nú verð ég að gráta aftur. DÓTÓ. Gráta — því það, fyrst þér ætlið að hitta hann aftur? Ætli hann verði ekki feginn að sjá yður, frú? Jú, beinlínis þakklátur, held ég, hann sem er meðal eintómra mynda og skugga; skugga af myndum og mynda af skuggum; skilji ég það rétt. Ég veit 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.