Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 33
ÆTLAR KONAN AÐ DEYJA
Húsbóndinn, vesalings húsbóndi minn, var maður
með rétt nef, líkast dálitlum planka,
og nú er hann horfinn héðan til Ódáinsakurs,
þar sem allt er svo beint að enginn gefur því gaum.
Uglan vœlir ajlur og vekur DÝNAMENE.
Æ uglurnar. Þessar uglur. Nú vöktu þær hana.
DÝNAMENE. Æ! ég er lafmóð. Ég náði loks í skipið,
en það þandi út vængina, brakaði hástöfum Dögg,
Dögg! og flaug inn í sólina myndskreyttu stefni.
DÓTÓ. En sú vitleysa, frú.
DÝN. Dragðu frá tjöldin, Dótó.
Færðu mér bygggrautinn.
DÓTÓ. En við erum ekki
heima, frú mín. Við erum í gröfinni.
DÝN. Æ mig auma! Nú er ég búin að spilla
vöku minni. Því valda svikul augnalok mín
að ég sökk í djúp draumsins.
DÓTÓ. En fyrst svo er, frú,
gætuð þér ekki samrekkt honum á ný
í draumi, frú mín? Var hann með skipinu?
DÝN. Hann var skipið.
DÓTÓ. Ó, það er annað mál.
DÝN. Hann var skipið. Og þilfarið drifhvítt, Dótó,
hreint og fágað. Stafninn var strangur á svipinn
og skuturinn stórlátur, grannur frá borði til borðs.
Hittir þú mann með svo háar siglur, Dótó,
gefðu honum allt þitt líf. Líkan stafnsins
bar hans eigin ásýnd, rólega og bjarta,
og örlítið þang niðr’á ennið. Ó Virilíus,
enn finn ég kjölfar þitt innst í sál mér. Þú skarst
spegilbjart hafið með demantskili. Nú verð ég
að gráta aftur.
DÓTÓ. Gráta — því það, fyrst þér ætlið að hitta hann aftur?
Ætli hann verði ekki feginn að sjá yður, frú?
Jú, beinlínis þakklátur, held ég, hann sem er meðal
eintómra mynda og skugga; skugga af myndum
og mynda af skuggum; skilji ég það rétt. Ég veit
23