Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
DÓTÓ. Haldið betur á ílöskunni, írú.
Forlátið.
DÝN. Hefurðu verið að drekka, Dótó?
DÓTÓ. Hérna, frú?
Ég gældi við vínið, leit á það, lyktaði af því,
en ég kingdi sama og engu nema af því ég mátti til.
Hikstinn stafar af matarleysi, og á ekki að vera nein fyndni.
DÝN. Drekktu þetta líka. Ó, þó að hjartað sé horfið á burt
þráir forhertur líkaminn gróður og grænku,
og breiðir út lauf af blindum einráðum vilja
til að bjóða velkomna vanþakkláta sól.
Æ hann er óbetranlegur. Og hve hann raskar
jafnvægi hugans.
TEG. Já, já, þá ringulreið
þekki ég sannlega betur en allt annað.
DÝN. Þegar hugurinn óskar sér dauða, snúa hvatirnar stöfnum
til lífsins. Og þegar hugurinn leitar lífsins
stýra hvatirnar örvita á klettana og molast í spón.
Virilíus var ekki þannig. Heili hans var strokfjöl
fyrir alla skorpna efablendni; og ég fylgi honum,
línunni í lífi mínu. Þér eigið ekki heima hér,
nei, nei, hér eigið þér alls ekki heima.
TEG. Ætti ég aðeins
hér heima! Og ef þér vissuð hvað mér er það mikil raun
að ganga upp þessi þrep og halda aftur út
í ótrygga, dimma og hverflynda nótt,
og snúa baki við — við því
sem ég verð að nefna sýn, fyrirheit, von,
eða — Með því á ég við tryggð, óbifanlega ástríðu,
skeytingarlausa dirfsku, og fegurð, allt í senn.
DÓTÓ. Hann á við yður, eða yður og mig; eða mig, frú.
TEG. Ég á aðeins eftir að þakka yður, og segja
að hvað sem bíður mín og hversu lengi sem lífið
leikur á mig, sá vesæli söngvasmíður,
þá búa mannkostir yðar og fórn sífellt í sál mér
ekki síður en lögun fjallanna heima í bernsku.
Nú verð ég að skilja yður eftir hjá manninum yðar.
36