Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
og blærinn skrafi við skára minninganna.
Hví ættu ilmur og angan að geta borizt
til okkar á slíkum vængjum? Steinselja, til dæmis.
TEG. Marhálmur.
DÝN. Linditré.
DÓTÓ. Hestar.
TEG. Aldin á arni.
DÝN. Hvað heitið þér annars?
TEG. Tegeus.
DÝN. Æ það er alltof mjóslegið
handa þér. Það hylur varla beinin. Nei, eitthvað
annað nafn algerlega ólíkt. Eg skal hafa það í huga.
TEG. Með dekkri sérhljóðum?
DÝN. Já, einmitt dekkri.
Og samhljóðin ættu að vera örlítið hvassbrýnd
og hafa vissan hita. Veiztu við hvað ég á?
Eg finn nafnið fljótlega.
TEG. Og þú heitir —
DÝN. Það kemur ekki
málinu við. Fyrir þér verð ég aðeins Konan
í gröfinni. Þú lítur út eins og náttúruskoðari,
eins og þú værir vanur að fást við fuglsegg
og froska, eða merkja melflugur. Þú skilur?
Það er gæfa mállausra hluta að heita ekki neitt.
Veit ég hvar bjallan býr í heila mannsins?
Nöfnin. Þau gera okkur hugsi; við sitjum með sveittan
skallann við að skapa þeim virðingu og orðstír.
Og síðan setjast þau að oss og verða að iðrun,
örvæntingu og sekt. Þau teyma okkur hvert sem þau vilja.
Það sem kona læknis móður okkar óskar
það reynum við að rækja. En skordýr hittast og skilja,
vefa að sér skóginn, fylla húmið og mynda
freknur á ásýnd ljóssins og koma og fara
án þess að heita neitt, án þess að óska sér nafns,.
og líður ljómandi vel. Greip ég fram í fyrir þér?
TEG. Eg man það ekki. Við skulum þá vera nafnlaus.
38