Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 49
ÆTLAR KONAN AÐ DEYJA
DÝN. En ég vil
að þú berir nafn, ég veit ekki vegna hvers; lítið nafn
til að drýgja samtalið með.
TEG. Og ég vil
að þú berir nafn, þótt ekki væri til annars
en að muna. Er nokkuð eftir í flöskunni?
DÝN. Sama og ekkert.
TEG. Enn eru þó nokkrir þumlungar
til botns. Skvetti ég á þig?
DÝN. Það skiptir engu máli.
Jæja, skál fyrir nafni mannsins míns.
TEG. Fyrir nafni mannsins þíns.
DÓTÓ. Fyrir húsbóndanum.
DÝN. Það var fallegt af þér að koma.
TEG. Það var annað og meira en að koma. Ég fylgdi framtíð minni,
eins og við gerum öll ef við erum nógu gálaus
og ergjum okkur ekki með spurningum; eða á ég við
nógu gætin? Og þá hvernig? Tala ég
óráð?
DÝN. Þú ferð villur vegar. Hér er engin framtíð,
ekki hér, ekki fyrir þig.
TEG. Þú heitir Dýnamene.
DÝN. Hver — Hef ég þá guðlastað? Ertu —
Hver blés þér þessu í brjóst? Afsakaðu að ég spyr,
en ertu dökkur eða ljós? Ég á við hvaða litbrigði
þess yfirnáttúrlega? Hver hvíslaði því annars að þér?
TEG. Dýnamene —
DÝN. Nei, en ég er viss um þú ert náttúruvinur.
Það hlýturðu að vera, mér finnst ég sjá litla sólguði _
rísa og hníga í augum þínum.
■ TEG. Það eru ekki litlir sólguðir,
heldur litlir svikahrappar, frú. Nafnið er grafið á næluna þína.
Hér sjást engir sólguðir í nótt.
DÝN. Þetta er í annað sinn
sem þú gerir mér grikk. Ég veit það vel að hrekkir
eru algengir á Ólympstindi, en höfum við alls ekkert"
þroskazt síðan guðirnir fæddust? Eiga bæði
39