Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 56
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Að minnsta kosti óska ég þess að ég ætti
eitthvað íallegt að sýna þér, til að leggja á
metin. En þau síga þér í vil, þung af
karlmannlegum sigri.
TEG. Eros, nei! Nei!
Sé þetta síðra hinu fegursta, vertu þá aldrei
fremri því síðra: aldrei! Ef þú gætir fegrað
munn eða augu minnstu ögn, með táradögg
eða ljósgljá, yrði sú dýrð mér svo örlagaþrungin
að fullkomleikinn myndi sækja vægöarlausan vönd
og húðstrýkja mig, og það sem átti að vera ást
yrði minn bani. Ó, Dýnamene,
leyfðu mér að létta á löngun vara minna
og veittu þeim viötöku. Ó, um leið og ég eyði
því meini sem biliö mjóa á milli okkar veldur,
er íör minni stefnt úr heljarklóm íssins
inn í sumar og sól. Þannig finn ég til.
DÝN. Krómis,
hvert á ég að fara? Nei, svaraðu engu. Ég þrái
dauðann, ekki þig.
TEG. Hver er munurinn? Kallaöu mig
Dauða, en ekki Krómis. Ég gegni öllum nöfnum.
Það er engu síður þrá: ég þrái dauðann,
eða dauðinn mig, það varðar Krómis hvort heldur er. Er það rétt?
ElskarÖu mig ekki, Dýnamene?
DÝN. Hvemig má það verða?
Ég er að fara til mannsins míns, og komin allt of langt áleiðis
til að snúa aftur til lífsins. Ástin er í Hades.
TEG. Og einnig hér. Og hér erum við, ekki þar
í Hadesarheimi. Vonast maðurinn þinn eftir þér?
DÝN. Vafalaust. Ég tel það víst.
TEG. Víst er það ekki.
Ef ég hefði verið kvæntur þér kæmi mér ekki til hugar
að vonast eftir þér. Ég myndi minnast þess
er þú steigst niður þrepin í logaskæru ljósi,
en ekki niður í Hadesarheim. Ég segði „Ég hef skilið
auðlegð mína eftir á jörðu, og hver þremillinn, jörðin þarfnast hennar.“
46