Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 59
ÆTLAK KONAN AÐ DEYJA
TEG. Líkamana sex.
DÝN. Æ segðu ekki aftur þessa
fyndni, Krómis.
TEG. Það er engin fyndni ástin mín. I dag
var sexföld henging hér í borginni. Ég á að líta eftir
líkunum til klukkan fimm. Og er búinn að vera í burtu
í hálftíma.
DÝN. Hvað geta þau aðhafzt, aumingja líkin,
á hálfri stundu eða hálfri öld?
Þú ætlar þó ekki að fara í alvöru?
TEG. Til þess eins
að friða samvizkuna. Síðan skal ekkert ský
skyggja á ást okkar, Dýnamene, og engin óljós hugsun
ónáða okkur; og nóttina eigum við ein.
DÝN. En ef þú ferð á hálftímafresti -—.
TEG. Þei, bros minnar sálar,
mín unga mær og drottning: augu þín skal ég geyma,
ég rita varir mínar á þau bæði; enni þitt
skal ég varðveita — finnurðu ekki að krafa kossa minna
fellur niður í hug þér? Og háls þinn er
hvít grein og varir mínar tveir kvakandi fuglar —
þeir ganga brátt til hvílu. Mundu mig, hvíti háls,
unz ég kem eftir fimm mínútur. Og hér er umfram allt
kenniorð mitt: ég gef það munni þínum
til að gefa mér aftur fyrr en það þornar. Ég heiti því:
fyrr en það þornar, eða skömmu síðar.
DÝN. Hlauptu,
hlauptu alla leið. Þú þarft ekki að óttast að þú hrasir,
það er mánabjart úti. Og vellirnir bláir. Æ bíddu,
bíddu! Ástin mín. Nei, ekki núna: það helzt
þangað til við sjáumst aftur, ég varðveiti það á vörum mínum.
Flýttu þér.
TEG. Sæl á meðan.
DÝN. Flýttu þér, flýttu þér!
TEGEUS jer.
DÓTÓ. Já frú, flýta sér. Auðvitað. Erum við þegar
komin? Ágætt. Það er ósköp lítill vandi
tímarit máls og menningar
49
4