Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 60
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
að eiga við dauðann. Hades gleypti okkur
eins auðveldlega og ostru.
DÝN. Dótó!
DÓTÓ. Flýta sér, flýta sér,
já, frú. — En þeir eru búnir að taka úr mér öll beinin.
Ég á ekkert bein eftir. Ég er skuggi, dásamlega skuggaleg
í hnjánum. Við verðum að dúsa hér frá eilífð til eilífðar, frú,
hafi þeir gert yður sömu skil.
DÝN. Reyndu að vakna.
Getirðu ekki sofnað aftur, þá er bezt að vakna.
Drottinn — við erum enn á lífi Dótó, heyrirðu það?
DÓTÓ. Þér talið um yður sjálfa, frú. Ég er steindauð.
Ég skal segja yður hvernig ég veit það. Mér finnst ég vera
ósýnileg. Ég er afturganga frú, og bíð þess eins
að hverfa út í buskann.
DÝN. Betur að svo væri.
Sérðu hvar þú ert stödd? Líttu í kring. Kannastu við þig?
DÓTÓ. Já, það er satt, frú. Við erum enn á lífi.
Æ, ég gæti sagt því öllu að fara til fj andans.
Hér erum við að deyja til þess að deyja,
og hverju erum við nær?
DÝN. Þú ættir kannske að reyna
að deyja á einhverjum öðrum stað. Já! Loftið hér
er máske of hollt fyrir þig. Þú svafst eins og steinn.
DÓTÓ. Og þér að deyja alein allan tímann.
Ég hefði ekki átt að sofna. Er langt síðan liðþj álfinn fór,
frú?
DÝN. Hann kom og fór, kom og fór,
þú kannast við það.
DÓTÓ. Já sannarlega. Og hann
hefði átt að fara, en aldrei koma. Æ frú, hann hlýtur
að hafa gert yður ægilegt ónæði.
DÝN. Það er rétt,
hann gerði mér ónæði. Ég þarf að tala dálítið við þig, Dótó.
DÓTÓ. Ég átti von á því, frú. Ég hefði kannske getað bægt honum burt,
en karlmenn smeygja sér inn, áður ég geti áttað mig.
Ég er nógu fljót að hugsa, en sífellt of sein
50