Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 70
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR bærðist í brjósti hans og því urðu handarvik hans bæði mörg og stór í þágu lífs og friðar. Honum hefði mátt leggja á tungu orðin þessi: „Á meðan glæp- samleg hneigð býr með nokkrum manni, býr hún einnig með mér, á meðan nokkur mannssál er innibyrgð í fangelsi, þá er ég ekki frjáls.“ Allir þeir, sem í urð voru hraktir og út úr götu, áttu samúð hans alla. Rétt- lætiskennd hans gat ekki horft á, að yfir saklausum væri sigri hrósað og því varð ræða hans oft sem hvassyddur fleinn í holdi þeirra afla, sem til illverka leiddu. Á þennan hátt tók hann á sig byrði syndarinnar, sem þrúgar heiminn, það ok, sem bróðir leggur á bróður, og hann gerði það í þeirri trú á guð og því trausti lil mannsins, að í heiminum varir þó enn hver von mín með ljós sitt og yl, það lifi, sem bezt var í sálu míns sjálfs — að sólskinið verður þó til. Æviönn hans er nú lokið, allt starf hans var unnið í einangruðustu og tor- færustu héruðum þessa lands, fyrst í Oræfum og síðar í öðrum sveitum Aust- ur-Skaftafellssýslu. Yarla verður sagt að hann hafi orðið auðugur maður á þessa heims gæði, enda slefndi hugur hans aldrei til þeirra. Hann hefði miklu fremur talið gæfu sína bundna þeirri vináttu, sent hann festi svo trausta mörg- um manninum hér. En draumar hans og vonir, sá heimur er hann skóp úr trú sinni, urðu honum uni langan aldur önnur Öræfi einangrunar, en svo fer jafn- an þeim, er ekki binda bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. Veit ég af hans eigin sögn, að þessi byrði varð honum þyngri en margan grunar, þótt hann axlaði hana með sömu karlmennskunni og allar hinar. Viðkvæm lund hans óf sér hrjúfar voðir, er hann brá yfir sig í hreti lífsins. Það varð hans bjargráð sem margra annarra til að varðveita þann eld, er inni fyrir brann. Allir sem kynntust honum sakna nú karlmennsku hans, drenglundar og mann- gæða. Minning hans mun seint fyrnast í hugum þeirra, er kynntust honum. Ræða sú, sem hér fer á eftir og hin síðasta er hann flutti, gefur glögga sýn inn í hugarheim hans, þá vissu lians, að menningin muni bera sigurorð af ómenningunni, þá trú hans, að lífið muni sigra dauðann í þeim hildarleik ljóss og myrkurs, sem nú er háður í mannheimi. Bjarnanesi, 2. febr. 1955. 60
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.