Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 74
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ur kasta Páls postula, að gera söfnuði sínum grein fyrir Jiessum hlutum, Jjá stendur sannarlega ekki á svörunum hjá honum. Og hann er þá heldur ekki með nein heilabrot um það, að þessi óvenjulegi atburður, upprisan, eigi til þess rót að rekja að sá sem upp reis sé annars eðlis en aðrir menn. Nei, allt slíkt er honum fjarlægt, hann beinlínis andmælir því að slíkt geti komið til mála. Og honum er hér um heilagt mál að ræða; einmitt við þetta atriði er bundin öll von lífs hans. Honum var sem allt væri til grunna hrunið, ef það væri ekki staðreynd að upprisa Jesú væri jafnframt sönnun fyrir upprisu allra manna. „En ef nú er prédikað, að Kristur sé upprisinn frá dauðum, hvernig segja ]já nokkrir á meðal yðar, að upprisa dauðra sé ekki til?“ Þannig spyr Páll, og hann bætir við: „En ef ekki er til upprisa dauðra, þá er Kristur ekki heldur upp- risinn; en ef Kristur er ekki uppris- inn, þá er ónýt prédikun vor, ónýt líka trú yðar.“ Það er auðséð af þessu, að postulanum finnst mikið við liggja hvort Jjað er satt eða ekki að Kristur sé upprisinn, en það er líka auðséð, að honum finnst einnig mikið við liggja hvort Kristur er sama eðlis og aðrir menn, hvort upprisa hans er sönnun fyrir upprisu annarra manna einnig. Ég geri satt að segja ráð fyrir að Páll hafi aldrei velt fyrir sér neinu því, að meira væri undir niðurstöðunni kom- ið. Manni virðist sem hann beinlínis leggi sál sína að veði um það að hann fari hér með rétt mál. „Því að ef dauð- ir rísa ekki upp, er Kristur ekki heldur upprisinn; en ef Kristur er ekki upp- risinn er trú yðar fánýt, þér eruð þá enn í syndum y ðar, og jafnframt einn- ig þeir glataðir, sem sofnaðir eru í trú á Krist. Ef vér höfum sett von vora til Krists í þessu lífi og allt er þá úti — erum vér aumkunarverðastir allra manna.“ Já, Páli postula var þetta sannar- lega alvörumál. Hann hafði fundið sig kallaðan til starfs af æðri máttarvöld- um, hann vildi sinna Jjví kalli svo vel og með svo miklum sannindum sem honum frekast var það unnt. Hann vildi reynast trúr þeirri köllun sem hann hafði fengið. Og einmitt hér reyndi á í Jjví efni: „En vér reynumst þá og ljúgvottar um Guð, því að vér höfum vitnað á móti Guði, að hann hafi uppvakið Krist, sem hann hefur ekki uppvakið, svo framarlega sem dauðir ekki upprísa." Einnig trú- mennskan í lífsstarfinu er þá glötuð, ef Kristur er ekki upprisinn, já ef upp- risa hans er ekki um leið sönnun fyrir framhaldslífi allra manna. Ég hef hér fjölyrt nokkuð um við- horf Páls postula til þessara mála, og ég hef gert það í sama augnamiði sem hitt, að velja mér að þessu sinni texta úr einu af bréfum Páls, í stað þess að tala um frásagnir guðspjallanna um atburði páskanna. Og orsökin til þess, að ég hef farið þannig að, er sú, að 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.