Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 75
Á páskum 1954 enginn einn maður mun hafa afrek- að jafn miklu og einmitt Páll postuli, um það að rótfesta meðal kristinna manna vitneskjuna um það, að upp- risa Jesú sé hin algilda sönnun fyrir því framhaldslífi sem öllum mönnum er búið, illum og góðum, verðugum og óverðugum. En svo er þá einnig þess að gæta, að svo framarlega sem lífið á sér fram- hald, þá hefur það um leið eignazt gildi, miklu hærra og meira en við nú og hér getum komið auga á. í raun- inni vitum við ekki hversu dásamlegt lífið er, við megum víst um það segja líkt og Páll postuli, að hér sjáum við aðeins sem í skuggsjá, í óljósri mynd, en að síðar munum við sjá og skilja til fullnustu. Og víst er um það, að háleitar eru skyldur okkar mannanna við lífið, svo háleitar, að hverja stund ævinnar ættum við að vera minnug þess, að hingað erum við komin til þess að þjóna lífinu, til þess að gera það fegurra, til þess að gera það betra fyrir einhverja, já, fyrir sem allra flesta. Það mætti líklega segja, að eina hlutverkið okkar hér sé það, að vinna að fegrun og göfgun lífsins. En þess má ekki dyljast, að það eru ekki allir menn sem svo líta á að lífið sé heilagt og að ekki megi á neinn hátt misbjóða því eða skerða það. Við vit- um það vel, að nú á tímum er hvað fastast eftir því keppt að búa til tæki sem tortímt geti sem mestu af lífi. Það er jafnvel hugsanlegt að þess verði ekki langt að bíða að tortímt verði öllu lífi á jörðu hér. Það er nú unnt að búa til þau tæki, sem slíku gætu til vegar komið, og það hefur verið um það rætt að búa þau til. Nei, þetta er ekki lotning fyrir lífinu, þetta er hirðuleysi um lífið, fyrirlitning á líf- inu, flótti frá öllu því sem mannkyn- inu hefur verið fegurst boðað um lífið og tilgang þess. Og nú, einmitt þegar páskaboðskapurinn er að okkur rétt- ur, þá blasir hún við okkur í allri ógn sinni þessi andstæða, þessi ægilega mótsögn. Annars vegar hann, sem boðaði okkur mönnunum lífið, sem kom aftur úr ríki dauðans, til þess að við mættum trúa á lífið, elska lífið, meta lífið og vinna lífinu. Og svo á hinn bóginn þeir stjórnarherrar, sem boða það, að einhvern daginn geti svo farið að skipun verði út gefin um það að slökkva líf miljóna og eitra jörðina fyrir allt það líf sem á henni er. Já hér eru tveir ólíkir heimar, og á hverri stundu erum við kölluð til liðs við annanhvorn málstaðinn. Frá því er við fyrst munum eftir okkur, hefur okkur verið innrætt það, að Jesús Kristur væri leiðtoginn öruggi, sem aldrei brygðist, sem alltaf og í öllu bæri stöðugt að fylgj a. Og þessu trúðu menn almennt. En nú er satt að segja engu líkara en að fjölmargir séu að komast á þá skoðun að hér hafi verið um örgustu villutrú að ræða, að það sé miklu gæfulegra og réttara að skipa sér undir merki dauðans, trúa á mátt TÍMAIUT MÁLS OC MENNINCAR 65 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.