Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR arnóttin; og auk rímorðanna kemur að lokum endurtekin um-ending sem einnig fylgir mýkt og velsæld. Sama máli gegnir um stuðlana. Kvæðið hefst á hljóðlátri sérhlj óða-stuðlun; síðan er tvívegis stuðlað með s, hljóðinu sem mæður svæfa börn sín með; og að lokum kemur Z-stuðlun, ljúf og gælandi. En bragskraut þessa ljóðs er ekki allt þar sem er rím og stuðlar, síður en svo; en einsog títt er um ljóð Snorra lætur skrautið þeim mun minna yfir sér sem meira er af því; og hér er það líkt og sofandi lóan í sjálfri myndinni: við sjá- um hana ef til vill ekki, en vitum þó af henni í hverjum rinda. Rímorðin eiga sér hendingar inni í ljóðlínunum: áin, mó, grá, skó, — dali, svali, siliur, — og auk þess er ljóðið alsett íðilmjúkum ð- og /-hendingum: sofa, sefur, svífur, — auðum, niðar, víði, læð'ist, loðna, rauðum, skriðum. Og þó eru ótaldir þeir hugðvakar sem læðast óséðir með öllu á milli línanna. Þegar fram er komið ó- rímið í fyrra hlutanum (mó, tó) og einkum þegar við bætist þriðja rímorðið (sefur ló), þá er maður ósjálfrátt farinn að búast við orðinu ró áður Ijúki. En þó ó-rímið komi alls fjórum sinnum, er það orð hvergi að finna. í stað þess að sólunda sínum dýrmætu ljóðlínum í orð sem þegar er orðið svo „sjálfsagt“, notar skáldið síðasta rímið til að klæða þokuna í loðna skó að læðast á, og fullkomnar á þann hátt þessa stílhreinu lifandi landslagsmynd um leið og hann kemur á óvart. Ennfremur hlýtur ð-hendingin í átta orðum þessa ljóðs að valda því, að orðið friður geri vart við sig uppundir yfirborði vitundarinnar og skilji þar eftir merkingu sína. Það sem einkennir mótíf þessa ljóðs er ró og friður. Hvorugt það orð er nefnt, en einmitt þau bæði eru þó svo mjög á sveimi á milli línanna að hljómur þeirra og angan seytlar gegnum allt kvæðið. Nú er Ijóð, sem svo er til stofnað um orðaval, í nokkurri hættu að verða mjúkmált um of; en hér er örugglega og þó hæfilega séð við því með orðunum silfur- döggvar, hjarðir, grá, skriðum, á sama hátt og sjálfu mótífinu er forðað frá algrænni ofmýkt með rauðu skriðunum, sem gefa myndinni jafnvægi í litum og áferðarþokka. Bragarháttur þessa Ijóðs er útaf fyrir sig hin mesta völundar- smíð, þó lítið láli hann yfir sér. Lengd og gerð hverrar línu, hver bragliður, hver áherzla, allt er hnitmiðað samkvæmt fremstu kröfum efnisins til forms. 68
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.