Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 79
ÉG ER AÐ BLAÐA í BÓK Kvæðið er ort á réttum tvíliðum. Hvernig skyldi standa á því? Ef til vill mætti ætla að öfugur tvíliður (fyrra atkvæðið létt, hið síðara þungt) færi efninu fulltsvo vel; hann er að jafnaði mýkri, léttari, lífmeiri, sumarlegri. Rétti tví- liðurinn (fyrra atkvæðið þungt, hið síðara létt) er yfirleitt kaldari, svip- þyngri, mikilúðlegri. En nú túlkar ljóðið sumarnótt, og þá mun skáldinu hafa þótt öfugi tvíliðurinn of gáskamikill, rétti tvíliðurinn hinsvegar meir í ætt við tign öræfa-kyrrðarinnar og einmanaleik árniðarins. Um byggingu ljóðlínanna að öðru leyti vekur það strax athygli að fyrsta og síðasta lína eru kvenlínur (enda á léttu atkvæði), og það eitt er furðu áhrifamikið fyrir allan blæ ljóðs- ins; það eykur á mýkt þess og minnir á víðfeðmi sumarnæturinnar. Til saman- burðar mætti hugsa sér einhver einkvæð orð í staðinn fyrir skriðum í síðustu línu og dali í fyrstu línu (t. d. dal); munurinn væri gífurlegur. Kven- og karl- línur skiptast á reglulega, nema hvað í erindinu miðju snýst röð þeirra við, þegar karllína er þar endurtekin, svo ekki verður of ströng reglufesta til leið- inda; hún er einföld og traust en þó tilbreytileg í senn; form síðara helmings er í aðalatriðum ekki endurtekning, heldur spegilmynd fyrra helmings. Sama máli gegnir um línulengdina. Allar kvenlínurnar eru þrír bragliðir en karllín- urnar fjórir; en þó er sú undantekning gerð, að 2. lína er fimm liðir, einum lið lengri en gera mætti ráð fyrir, svo einnig að þessu leyti er reglunni forðað frá að verða of einhæf. Munurinn sést ef sett er einkvætt orð (einsog mó) í staðinn fyrir víðimó. En þó að hátturinn virðist þannig umfram allt sniðinn samkvæmt kröfunni um heildar-form, stilhreint, fagurt og einfalt form, þá er hitt jafn ljóst, að staða og gerð hverrar ljóðlínu um sig fellur svo vel að því efni sem hún hefur að geyma, að ekki yrði á betra kosið. Það er vafalaust eng- in tilviljun að niðandi áin í dalnum fær lengstu ljóðlínuna til umráða, auk kvenlínu á undan. Og ólíkt fer andvaranum betur kvenlína (hægur sunnan- svali) en karllína sem hefur sneggri og ákveðnari línulok (sbr. t. d.: svalur sunnanblær); kvenlínan mildar og dregur á langinn. — Sama er að segja um svif þokunnar í skriðunum. — Hinsvegar hefur döggin og sofandi fé og fuglar hjúfrað sig uppað öryggi og staðfestu karllínunnar, þar sem þungt loka- atkvæðið semur sig betur að kyrrðinni. Og endurtekning karllínunnar (4.—5. lína) með sama rími orkar einsog andartaks töf, meðan ljóðið svipast um í 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.