Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 79
ÉG ER AÐ BLAÐA í BÓK
Kvæðið er ort á réttum tvíliðum. Hvernig skyldi standa á því? Ef til vill mætti
ætla að öfugur tvíliður (fyrra atkvæðið létt, hið síðara þungt) færi efninu
fulltsvo vel; hann er að jafnaði mýkri, léttari, lífmeiri, sumarlegri. Rétti tví-
liðurinn (fyrra atkvæðið þungt, hið síðara létt) er yfirleitt kaldari, svip-
þyngri, mikilúðlegri. En nú túlkar ljóðið sumarnótt, og þá mun skáldinu hafa
þótt öfugi tvíliðurinn of gáskamikill, rétti tvíliðurinn hinsvegar meir í ætt við
tign öræfa-kyrrðarinnar og einmanaleik árniðarins.
Um byggingu ljóðlínanna
að öðru leyti vekur það strax athygli að fyrsta og síðasta lína eru kvenlínur
(enda á léttu atkvæði), og það eitt er furðu áhrifamikið fyrir allan blæ ljóðs-
ins; það eykur á mýkt þess og minnir á víðfeðmi sumarnæturinnar. Til saman-
burðar mætti hugsa sér einhver einkvæð orð í staðinn fyrir skriðum í síðustu
línu og dali í fyrstu línu (t. d. dal); munurinn væri gífurlegur.
Kven- og karl-
línur skiptast á reglulega, nema hvað í erindinu miðju snýst röð þeirra við,
þegar karllína er þar endurtekin, svo ekki verður of ströng reglufesta til leið-
inda; hún er einföld og traust en þó tilbreytileg í senn; form síðara helmings
er í aðalatriðum ekki endurtekning, heldur spegilmynd fyrra helmings.
Sama
máli gegnir um línulengdina. Allar kvenlínurnar eru þrír bragliðir en karllín-
urnar fjórir; en þó er sú undantekning gerð, að 2. lína er fimm liðir, einum
lið lengri en gera mætti ráð fyrir, svo einnig að þessu leyti er reglunni forðað
frá að verða of einhæf. Munurinn sést ef sett er einkvætt orð (einsog mó) í
staðinn fyrir víðimó.
En þó að hátturinn virðist þannig umfram allt sniðinn
samkvæmt kröfunni um heildar-form, stilhreint, fagurt og einfalt form, þá er
hitt jafn ljóst, að staða og gerð hverrar ljóðlínu um sig fellur svo vel að því
efni sem hún hefur að geyma, að ekki yrði á betra kosið.
Það er vafalaust eng-
in tilviljun að niðandi áin í dalnum fær lengstu ljóðlínuna til umráða, auk
kvenlínu á undan. Og ólíkt fer andvaranum betur kvenlína (hægur sunnan-
svali) en karllína sem hefur sneggri og ákveðnari línulok (sbr. t. d.: svalur
sunnanblær); kvenlínan mildar og dregur á langinn. — Sama er að segja um
svif þokunnar í skriðunum. — Hinsvegar hefur döggin og sofandi fé og fuglar
hjúfrað sig uppað öryggi og staðfestu karllínunnar, þar sem þungt loka-
atkvæðið semur sig betur að kyrrðinni. Og endurtekning karllínunnar (4.—5.
lína) með sama rími orkar einsog andartaks töf, meðan ljóðið svipast um í
69