Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 80

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 80
TÍMAKIT MÁLS OG MENNINGAU hljóðlátri náttúrunni, hvort nokkursstaðar sé hreyfing að sjá eða kvak að heyra, skiniar um sérhvern rinda, „hverja tó“, — og hlustar: „sofa hjarðir, sefur ló“, — ekkert hljóð rýfur þögnina, nema áin, sem niðar ein, og ekkert annað raskar kyrrðinni, nema þokan, sem læðist með hlíðunum, líður mjúkum hægum skrefum með svifléttu fasi andvarans: læðist grá með loðna skó lágt í rauðum skriðum. Og nú er þokan orðin lifandi, einsog einmanaleg áin. Þegar allt kvikt er hnigið í værð, fuglar, dýr og blóm sofa, þá fær hin dauða náttúra líf — og vakir. Þannig er íslenzka sumarnóttin, og slík er hún í þessu ljóði. Þegar ég hef leitazt við að skilja milli forms og efnis, að svo miklu leyti sem það verður kallað sitt hvað, og reynt að skoða hvort um sig, leyfi ég Ijóðinu að gróa á ný saman í eina órofa heild, þar sem efni og form er eitt, þar sein ekkert skraut er lengur skraut, heldur áskapaður fagur eiginleiki. Og nú les ég kvæðið aftur, les hægt, og gef mig algerlega á vald þeim veruleika sem býr að orðabaki, teyga frið og unað sumarnæturinnar í óbyggðum Islands, og nú finn ég alltíeinu angan úr lyngi — sem hvergi er nefnt. Eg loka hókinni. — Hvað var ég annars að hugsa? lét ég mér til hugar koma, að Ijóðið væri til orðið á þeiman hátt sem ég var að velta fyrir mér? skyldi höfundur þess hafa ort það með slíkum eða þvílíkum vangaveltum um brag, um rím, hendingar, stuðla, bragliði, línugerð, o. s. frv.? Ef ég spyrði hann sjálfan, er mér næst að halda að hann mundi svara mér með góðlátlegu brosi. Því leiðarljós skáldsins í leit að formi er einungis hinn öruggi smekkur listamannsins, sú tilfinning fyrir samræmi forms og efnis sem honum er í brjóst lagin, en ekki sú brag- fræði sem við hin gerum okkur uin verk hans og grípum stundum lil í því skyni að njóta þess sem bezt. Ég læt bókina opnast á ný. — Og sem snöggvast setur að huganum kaldan geig, sem óðar breytist í mildan trega: Haustið er komið handan yfir sæinn, livarmaljós blárrar nætur dökkna af kvíða oy þungar slæður hylja hárið síða, hárbrimið gullna, er lék sér frjálst við blæinn og seiddi í leikinn sólskinsrjóðan daginn; nú sezt hann grár og stúrinn upp til hlíða 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.