Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 81
ÉG ER AÐ BLAÐA í BÓK og veit að það er eftir engu að bíða, allt gengur kuldans myrka valdi í haginn. Hann heyrir stráin fölna og falla, sér fuglana hverfa burt á vængjum þöndum, blómfræ af vindum borin suður höf, og brár hans lykjast aftur; austan fer annarleg nótt og dimm með sigð í höndum, v með reidda sigð við rifin skýjatröf. Persónugervingar hafa löngum verið eitt af meginatriðum skáldskapar. Og hér er haustkoman fagurlega sett á svið, næstum að segja einsog sjónleikur. Aðalpersónur leiksins eru nótt og dagur. Með örfáum öruggum dráttum er mynd þeirra dregin skýr og ljómandi af yndisþokka. Og með hárfínum næm- leik svipbrigða og látbragðs grípa leikendur þessir alhug áhorfandans. En hvernig er háttað leiksviði og atriðahyggingu? Lítum nánar á formið. Kvæðið er Petrarca-sonnetta af fullkomnustu gerð. Svo sem vera ber eru ljóð- línurnar fjórtán, og fimm öfugir tvíliðir í hverri línu. Og kvæðið skiptist í tvo meginhluta; í þeim fyrri eru tvær ferhendur, en tvær þríhendur í þeim síðari. Ferhendurnar eru spegilrímaðar (a-b-b-a) og ríma auk þess hvor við aðra með spegilrími (a-b-b-a, a-b-b-a); sömuleiðis ríma þríhendurnar hvor við aðra (með loturími: c-d-e, c-d-e). Spegilrímið á ferhendunum gerir þær hvora um sig sjálfstæðari heild að formi til en t. d. víxlrím (a-b-a-b) gæti gert; það er einsog fyrsta og fjórða lína taki höndum saman og „loki hringnum“. Hins- vegar er þó einsog þessir tveir „hringar“ grípi hvor inní annan, þar sem sama rím er á báðum. Hér kemur þessi formskipan svo vel heim við efnið sem verða má. Fyrri ferhendan er helguð nóttinni, en sú síðari deginum. En þó grípa þær efnislega hvor inní aðra, eða öllu heldur leika hvor við aðra, einsog sumar- nóttin hefur daginn að Ieikfélaga: (4) hárbrimið gullna, er lék sér frjálst við' blæinn (1) og seiddi í leikinn sólskinsrjóðan daginn; Og þær eru jafnt að efnisbyggingu sem formi einsog spegilmynd hvor af ann- arri. I hinni fyrri breytist ömurleiki líðandi stundar smátt og smátt í hjarta minningu um andstæðu sína, sem svo aftur smáfölnar í hinni síðari, unz merk- ing 3. línu kallast á við merkingu 1. línu: 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.