Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 81
ÉG ER AÐ BLAÐA í BÓK
og veit að það er eftir engu að bíða,
allt gengur kuldans myrka valdi í haginn.
Hann heyrir stráin fölna og falla, sér
fuglana hverfa burt á vængjum þöndum,
blómfræ af vindum borin suður höf,
og brár hans lykjast aftur; austan fer
annarleg nótt og dimm með sigð í höndum,
v með reidda sigð við rifin skýjatröf.
Persónugervingar hafa löngum verið eitt af meginatriðum skáldskapar. Og
hér er haustkoman fagurlega sett á svið, næstum að segja einsog sjónleikur.
Aðalpersónur leiksins eru nótt og dagur. Með örfáum öruggum dráttum er
mynd þeirra dregin skýr og ljómandi af yndisþokka. Og með hárfínum næm-
leik svipbrigða og látbragðs grípa leikendur þessir alhug áhorfandans.
En hvernig er háttað leiksviði og atriðahyggingu? Lítum nánar á formið.
Kvæðið er Petrarca-sonnetta af fullkomnustu gerð. Svo sem vera ber eru ljóð-
línurnar fjórtán, og fimm öfugir tvíliðir í hverri línu. Og kvæðið skiptist í tvo
meginhluta; í þeim fyrri eru tvær ferhendur, en tvær þríhendur í þeim síðari.
Ferhendurnar eru spegilrímaðar (a-b-b-a) og ríma auk þess hvor við aðra með
spegilrími (a-b-b-a, a-b-b-a); sömuleiðis ríma þríhendurnar hvor við aðra
(með loturími: c-d-e, c-d-e). Spegilrímið á ferhendunum gerir þær hvora um
sig sjálfstæðari heild að formi til en t. d. víxlrím (a-b-a-b) gæti gert; það er
einsog fyrsta og fjórða lína taki höndum saman og „loki hringnum“. Hins-
vegar er þó einsog þessir tveir „hringar“ grípi hvor inní annan, þar sem sama
rím er á báðum.
Hér kemur þessi formskipan svo vel heim við efnið sem verða
má. Fyrri ferhendan er helguð nóttinni, en sú síðari deginum. En þó grípa þær
efnislega hvor inní aðra, eða öllu heldur leika hvor við aðra, einsog sumar-
nóttin hefur daginn að Ieikfélaga:
(4) hárbrimið gullna, er lék sér frjálst við' blæinn
(1) og seiddi í leikinn sólskinsrjóðan daginn;
Og þær eru jafnt að efnisbyggingu sem formi einsog spegilmynd hvor af ann-
arri. I hinni fyrri breytist ömurleiki líðandi stundar smátt og smátt í hjarta
minningu um andstæðu sína, sem svo aftur smáfölnar í hinni síðari, unz merk-
ing 3. línu kallast á við merkingu 1. línu:
71