Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 82
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Haustið er kornið handau yfir sæinn,
allt gengur kuldans myrka valdi í haginn.
Þannig fær allur fyrri hluti sonnettunnar sjálfstæðan heildarsvip bæði uin
efni og form.
En þó 8. lína svari þannig til 1. línu, er hún um leið upp'naf þeirr-
ar stígandi sem við tekur í síðara hluta kvæðisins, stígandi sem rís æ hærra
með hverri ljóðlínu unz hún nær hámarki með hinni mögnuðu endurtekningu:
.„sigð — reidda sigð“ í Iokalínunum.
í ferhendunum má heita að setningar og
ljóðlínur standist á; en þegar kvæðið stígur í þríhendunum, raskast þessi sam-
svörun: „Hann ... sér / fuglana hverfa burt...“, „ ... austan fer / annarleg
nótt...“ Það er því líkast að kvæðið hafi ekki lengur tíma til að iaga sig eftir
forminu; það er næstum einsog af tilviljun að orðin „sér“ og „fer“ lenda í
rímstöðu þarna í leiðinni, þegar ljóðið rennur einsog lifandi samfelldur
straumur eftir farvegi bragarháttarins. Þannig fær kvæðið um leið og það
stígur, aukinn hraða, sem magnar þann dularfulla geig sem hríslast mjúklega
gegnum allar síðustu línurnar, um leið og brár dagsins hafa lokizt aftur.
Svo
hnitmiðuð, traust og fögur er bygging þessa ljóðs. Þrátt fyrir óvenju stranga
formfestu er framvinda ljóðsins svo frjáls og óþvinguð, að helzt minnir á list-
dans, sem þó er svo mjúklátur í fasi, að hann verður aðeins stiginn á sjónsviði
hugans af þeim leikendum einum sem hafa næmleik Heimdallar og heyra stráin
fölna.
Ég fletti blaði. — Kvæðið Rökkur. Ég lít yfir efni þess, áður en ég læt
undirspil formsins verulega til sín taka.
Skáldlegar myndir og líkingar streyma
fram: Rökkurtómið rekur spor dagsins; skáldið finnur húmið setjast að í sál
sinni; hann vill verjast nóttinni með því að leita að Ijósum streng á hörpu
sinni. En það er feigðin sem er að þokast nær með sína nöpru ró. Og þá ákallar
skáldið þann strenginn sem undinn er úr yndi hans og þrá, og biður hann
líknar, að hann kveði fram nýjan morgun, að hann lyfti hljómi sínum úr hyl
húmsins einsog bjartri rós.
Svo les ég kvæðið aftur, og leyfi nú forminu að læða
inní það töfrum sínum:
Rykgratt rokkurtom
rekur dagsins spor,
ómlaust ilmlaust húm
inni í sjálfum mér.
72