Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 84
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
umfram alrím, að hljómblær rímorðsins, sein ekki sízt ákvarðast af sérhljóð-
anuin, verður betur samhæfður merkingu ljóðlínunnar. Hér nægir að líta á
t. d. línurnar:
Blælygn blökk og löng
Ijósum lýrustreng
Hér er au-hljóðið í löng vissulega á réttum stað, og þá ekki síður ei-hljóðið í
streng. Alrím hlyti hér að spilla annarri hvorri ljóðlínunni að öðru jöfnu.
Þannig fylgja hálfríminu auknir listrænir möguleikar, án þess þó að sleppt sé
rímtökum á ljóðlínunum. Mjög glöggt kemur þetta einnig fram í síðasta erindi
þessa Ijóðs.
Þó býst ég við að kostir hálfrímsins njóti sín hvergi betur en á
kvæðinu Jónas Hallgrímsson. Það er unun að finna hve vel allur hljómur rím-
orðanna í því kvæði fellur að merkingu þeirra og markar blæbrigðin af hár-
fínni nákvæmni:
Stjarnan við bergtindinn bliknar,
brosir og slokknar,
Næst gríp ég niður á kvæði sem nefnist Heima. Þetta er sonnetta af Shake-
speares-gerðinni svonefndu: tólf ljóðlinur (eða þrjár ferhendur) með ein-
földu víxlrími og að lokum samrimuð tvíhenda.
I þessu kvæði er fagurlega
leikinn sá vandasami leikur að grípa hugtökum hljómlistar á ljósbrigðum og
litadýrð náttúrunnar:
Morgunsólin slær á strengi eyðilandsins með hvítum
geislahöndum, og hrífur litahljóma þess úr böndum hinnar hrímfölu kyrrðar;
hún leikur fjörleg stef á gult, grænt og rautt litskrúð lyngs og blóma, á mistur-
blátt fjallið, á sumarhvítar breiður búsmalans og hraunið vítt og grátt.
Með
svo íslenzkri sinfóníu fagnar landið skáldinu á heimleið. Innileikur ljóðsins
er tær og hrífandi. Því lýkur þannig:
Ég teyga hljóntdýrð þína þyrstum aiigum,
mitt þráða ástarland! og hverf til þín
nteð sönm feginsfró í heitum taugum
og fyrrum, er þú reist úr sæ til mín.
Ég hjúfra mig í hálsakoti móður,
þar hló ég barn, þar er ég sæll og góðttr.
74