Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 85
ÉG ER AÐ BLAÐA í BÓK
Þessi fögnuður heimkomunnar hefur mjög sett svip á hin fyrri ljóð Snorra;
hann birtist í ýmsum myndum, merking hans dýpkar, og í beztu kvæðunum rís
af honum stórbrotinn skáldskapur.
Nú rekst ég á kvæði sem nefnist Leit.
Skáldið
gengur um grárökkvað hraun í leit að „hvítum gleymdum dögum“. Hann fer
mjóan troðning og hefur storm í fangið. Runnarnir við götuna eru kræklóttir
og hnípnir, én blaktandi laufið minnir á loga, „gróðurlog“, sem stormurinn
lífgar þegar hann strýkur væng yfir úfið hraunið, yfir „brim steinfljótsins“. Og
skáldið ákallar storminn, — storminn sem vekur gróðurlog í beygðum runn-
um, — að hann efli vilja hans og þol, unz hann „laugaður þrautum“ finni sitt
„morgunhvíta Iíknarland“.
Margt skáldið fyrr og síðar hefur ákallað storm-
inn; svo hér er öðrum þræði gripið á ævafornu yrkisefni. Ei að síður er kvæð-
ið á allan hátt mjög nýstárlegt; myndir, líkingar, orðaval og bragur, allt er
með nýjum ferskum svip:
Ég leita hvítra gleymdra daga, geng
grárokkið hraun, við mjóan troðinn veg
í heygðum runnum brenna gróðurlog
og blakta í storminum, sem þungt í fang
mér leggst og strýkur stæltum rökum væng
steinfljótsins brim, um úfin skýjadrög
hrekur hann skúrahjörð; ó, láttu mig
hamfarir þínar reyna, stormur! syng
um yfirbót og angist; þér um hönd,
austræni jötunn! vefðu hretsins ól
og slá mig, opna örva þinna lind
yfir mig, treystu vilja niinn og þol:
ég finn mitt morgunhvíta líknarland
laugaður þrautum, skírður djúpri kvöl.
Hér er vandlega hnitmiðað ljóð; engin mærð, ekkert af þeirri hvumleiðu
mælgi sem löngum hefur tröllriðið íslenzkum kveðskap, hvergi teygður lopi.
Það er líkara hinu, að langt kvæði hafi verið ort upp aftur og aftur og skipað
í æ knappara form, hvert einasta óþarft orð þurrkað burt, unz sjálfur kjarninn
stóð hreinn eftir.
Raunar má segja það sama um æði margt af kvæðum Snorra,
einkum þó síðari kvæðin. Og þannig getur stíll hans stundum minnt á vinnu-
brögð ímagistanna og Elíots, þó að öðru leyti sé Snorri sem skáld svo gerólík-
75