Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 92
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
Eg kem utan úr myrkrinu
kem úr valnum
brjóst mitt er eins og jörðin
þar sem borgin var
Systir bittu mér síðuband
systir móðir
Hún réttir fram hendurnar
rauðar fyrir sárum
leifar af höndum
sem bvítur loginn sleit
Sjá hér er móðir þín
Móðir hér er ég
Eg fletti enn nokkrum blöðum og kem niður á kvæðið Gekk ég undir vorhimni,
þar sem sár vonbrigði kristallast í óvenju tærum skáldskap:
Gekk ég undir vorhimni
grœnum og heiðum
sem trén báru á höndum sér
í hljóðum fögnuði, gekk
milli blóma hjá bláum skuggum.
Nú treð ég á þessum himni
tættum og föllnum en trén
hnípa nakin í nöpru kuli.
En svo örugg er bjartsýni Snorra þrátt fyrir allt, svo staðföst er trú hans á
lífið, á fegurð þess og göfgi, og svo traust er karlmennska hans, að ekkert er
honum fjær en örvænta, þótt skuggalega horfi í svip, eða renna af hólmi frá
þeirri baráttu sem ljóð hans heyja til fulltingis öflum lífsins. Og þarna fintt
ég einmitt ljóð því til staðfestu, eitt erindi, sem nefnist Naust Náins.
Náinn er
dvergs-heiti, og skip Náins er því skáldskapur. Skáldið hlýðir kalli skyldunnar
að láta ekki hið þunga Náins far fúna í skorðum, þótt ekki bjóði ífellur byr
óskaleiði:
Dimmt er í hug mér, djúpt
inn í dverghömrum bíður
í þagnarskorðum hið þunga far,
því verð ég enn að hrinda
82