Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 93
ÉG ER AÐ BLAÐA í BÓK
fram I)ó að' fár og lieift
forlagavaldsins blinda
byltist niðri við bjargsins dyr
þar sem brimbverinn sýður.
Ekki fer þetta litla ljóð dult með tengsl sín við Egil Skallagríinsson, sem hlóð
að því hverri líkingunni annarri snjallari, hversu tregt honum var um skáld-
legt tungutak, þegar honum var dimmast í hug. Sjálft heiti ljóðsins er látið
taka af skarið, að það stendur rótum einmitt í sjálfu Sonatorreki. Og vert er
að veita því athygli, að um leið birtir það nýjan skilning á orðum Egils í síð-
ara helmingi 3. vísu:
Jötuns hals
undir þjóta
Náins niðr
fyr naustdyrum.
En að sjálfsögðu er ljóð Snorra þó ort til annars fremur en vera skýring á
orðum Egils. Og endaþótt upphafslínurnar segi dvergaskipið bíða í þagnar-
skorðum, þá er einbeitni ljóðsins svo hiklaus og traust í senn, að aðdáun vek-
ur. Og nú fletti ég uppá hinu mikla kvæði Hamlet, þar sem hikandi íhyglin
heggur loks á hnút sinnar eigin geðflækju.
Þó að jafnaði sé til lítils að gera
næstu kynslóðum upp smekk og mat á kveðskap samtímans, þarf litla dirfsku
til að ætla þessu snilldarkvæði veglegan stað í bragartúni um svo langa fram-
tíð sem augað þykist eygja.
Bragur kvæðisins er frábær. Erindin tengjast hvert
öðru með margslungnu rími, ýmist alrími eða hálfrími, sem ýmist spennir yfir
tvö eða þrjú erindi með síbreytilegum hætti. Kvæðið er ort á öfugum tvíliðum,
en sú hrynjandi er hæfilega rofin með einum þrílið í línu annað veifið, og
jafnan þannig að efninu er að betur eftir fylgt.
Hamlet bíður. Hinn ungi rík-
iserfingi stendur einn gegn vélráðum þessa heims; líf hans og allt sem honum
er kært og heilagt er ofurselt slægð hins krýnda frænda hans, bróðurbanans;
þjóð hans er lostin blindu; fláráð hirð, gráðugir svelgir auðs og valds, sitja
um breytni hans og hug. En í eyrum hans loðir föðurleg rödd, ógn og harmi
brýnd; geigur hans og grunur hvíslast á. Hamlet hikar um sinn.
Kvæðið er
frábært að málfegurð, myndlist og dramatiskri reisn. Hamlet bíður. Rökkrið
grípur glitvoð dagsins og rekur hana upp í rauðar trefjar og gráan skugga-
83